Allt í skít en þó sérstaklega hrossaskít...

síðustu dagar hafa nú bara verið næstum hefðbundnir.. þriðjudagurinn var nú oggolítið stirður vegna strengja eftir gönguna í Grímsey en við drifum okkur nú samt af stað um morguninn uppí hesthúsahverfi að ná í hrossaskít... jájá nú er mín að reina að bjarga trjánum sem öll eru komin í haustlitina af einhverjum óskíralegum orsökum.Undecided Ivar var ægilega spenntur að fara að hjálpa mér að vinna á lóðinni og það var ekki fyrr en ég opnaði hurðina af skíthúsinu að minn byrjaði bara að fölna og grænka að lit...Sick  YOU MUST BE KIDDING ME????  sagði hann bara...neinei Ívar minn þetta er bara íslensk hestalikt.. mmmmm. þú venst henni.  Hann hélt niðri í sér andanum á meðan við mokuðum í 5 ruslapoka þessum ilmandi skít.Smile svo reif hann sig úr að ofna og hristi peysuna rosalega og sig allan og ég sá hrollinn og viðbjóðinn leika niður hrygginn á honum... BARA GAMAN því ekki tók nú betra við þegar við komum með herlegheitin uppá lóð og ég lét hann hjálpa mér að blanda skít og vatn saman í fötu og hræra vel í ... hann bara ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum ...ég blandaði fyrstu fötuna og gekk af stað með hana á meðan ég var að gera grín af honum byrja á sinni... en viti menn þarna lá nú bara þvert yfir móann þessi kapall sem ég auðvitað VARÐ að flækja fótinn í og ég stein lá með skítafötunni milli þúfna... þetta fór alveg með hann .. hann byrjaði aftur að kúgast og ég fyrrum hestakonan stóð upp og sópaði það mesta af fötunum og byrjaði að ausa því sem fallið hafði úr fötunni aftur uppí með höndunum heyrði bara á bakvið  mig.. OHHH NO  W00t ég fattaði þá að ég hafði greinilega gengið gjörsamlega fram af honum og ákvað að skipta um föt og þvo mér fyrir hann áður en við héldum áfram... Bjarki og Elvar tóku fullan þátt í þessu og fannst þetta bara voða eðlilegur hlutur.. enda að verða sveitavanir.

IMG_7283Erla vinkona kom með Rut sína eftir hádegi svo ég gæti fléttað hana fótboltafléttur.. því hún er að fara á Símamótið í kópavogi um helgina.. fléttaði hana ótal fléttur sem gerðu hana þvílíkt sæta.. hún lofar mér því að vinna Breiðablik í staðinSmile ÁFRAM KASmile

í gær var svona þvælingsdagur... fara með tengdó í búðir og redda einhverjum smáhlutum..Ivar fór með strákana í sund á meðan ég fór í búðarápið sem betur fer því það fór allt á vesta veg hjá okkur stöllum í hagkaup.. við vorum komnar inn í búðina og þá fannst ekki hjólastóllinn og þá fékk Denný astmakast sem leiddi til mjög leiðinlegra hluta þannig að ég varð bara að drífa hana heim í snatri og beint í sturtu.Frown en við gefumst ekki upp og reinum einhvern annan dag á ný.

Fór á lóðina og sló seinnipartinn og reitti oggolítið af arfa... svo var bara gestkvæmt í sólgarði um kvöldið.. Sigrún vinkona og stelpurnar komu til að fá vatn og þvo upp því þær eru í bústaðnum þeirra hér rétt fyrir ofan og þar er hvorki rennandi vatn né annað... bara álvöru sumarbústaður sko..  nú svo komu Gunni og Ragna með litlu guttana sína og það var mikið spjallað ... og ákveðið að það yrði að stefna á eina jeppaferð í haust með hópnum sem fór í Flateyjardal um árið... nú er bara að ákveða stað og stund. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún mín þú gengur nú alveg fram að aumingja drengnum ..........     hann verður allt árið að jafna sig á þessari rugluðu fjölsk. sem hann var hjá á Íslandi :)   En er hann ekki að vinna þessa dagana ??    Ég bið að heilsa í sveitina. kv. gamla

GAMLA (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Guðrún Ösp

hehe.. neinei.. honum þótti bara þægilegra að vera bara með mér á daginn frekar en að stunda vinnuna.. þannig að ég get ekki verið SVO leiðinleg eða hvað?

Guðrún Ösp, 12.7.2007 kl. 12:46

3 identicon

Nei það er nú sjaldnast ládeiða í kringum þig dóttir góð. honum hefur fundist meira fjör hjá þér en vinnunni í Kjarna. he he.............    kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband