Sherlock Holmes að störfum??

 Ég var beðin að hringja nokkur símtöl í gær og þar með talið í Norðurorku og spyrja hvað tefði þá með að tengja heita vatnið inn í grunninn.. að sjálfsögðu voru lykilmenn í sumarfríi en þessi geðugi maður bauðst til að ath málið og hringja í mig aftur.. hann hringdi skömmu síðar og sagði að hann væri búin að fá botn í þetta... málið væri það að Kápa utanað röri frá þeim hafði skemmst þegar verið var að grafa skurðinn og nú væri verið að vinna í því að finna hver æri ábyrgð á því máli!!!! Kápan er semsagt varmahólkur utanum rörið... Nú já er verið að vinna í því?? og er það Sherlock Holmes sem er í því máli eða hver er að vinna í því???  Tja hann var nú ekki alveg viss um það en það þurfti að ath þetta í nokkra daga.  Já já  en samt þarf að taka þetta rör í sundur og setja á það T-stikki til að tengja það inn og klæða það nýrri kápu!!! HVAÐ ER MÁLIÐ!!!W00t

Kaldavatnið mætti líka á svæðið í gærmorgun og hringdi í mig alveg ringlaður og vissi ekkert hvar ætti að tengja vatnið inn!! ég sagði honum það en hann vildi mann á staðinn til að sýna sér rörið sem hann ætti að nota!!! Jésús eru þessir menn að gera þetta í fyrsta sinn.. það er ekki eins og þetta sé fyrsti grunnurinn í sveitinni á þessari öld... neinei.. og smiðurinn mætti á svæðið og benti á röriðCrying og þá gekk hana um smá stund og sagðist svo þurfa að fara að ná í  efni í þetta.!! einmitt.. hann var á bíl sem rúmar 2 dráttavélar en samt var hann ekki með rörið sem þarf að nota til að tengja inn vatnið sem han var pantaður í að gera.. ég verð bara að segja.. hvar er VERKVITIÐ.. ég hélt ég væri slæm en nei ég er greinilega nokkuð fín bara..  Smile

Alda og Hansi komu í gærkvöldi í heimsókn..Hansi var að vísu límdur með nefið út í glugga því Eyjafjarðaráin var svona víst ægilega heillandi. En við Alda erum að plana Húsmæðraferðina til USA í haust.  Fórum í fyrra og vorum í nokkra daga hjá Rut en núna á að fara og vera örlítið lengur og kíkja á fræga fólkið í NY líka.  Aðalmálið er nú samt að inna tíma sem við báðar komumst áSmile en það tókst fyrir rest í fyrra og hlýtur að takast núna.

Ívar skiptinemi er alveg að verða óður á hjólinu.. hann hjólar hér inní bæ og aftur til baka eins og ekkert sé.. við erum að tala um 60 km !!! úff ég verð bara þreytt á því að skrifa þetta.  

Elvar er búinn að vera lasinn og hann er sko draumabarn hómapata... hann á svo auðvelt með að útskýra hvar og hvernig honum finnur til að það er æðislegt..t.d. líður eins og það sé band frá neðriparti á hægra eyra og niður með hálsinum.. sem strekkist á.  - hálsbólgan er þannig að það er eins og það se einhver hlutur á bakvið hálskirtlana sem ég næ ekki að kyngja. - Bankandi höfuðverkur til skiptis við hægra og vinstra gagnauga...   úff ef allir sjúklingar vissu að það er akkúrat svona upplýsingar sem við þurfum að fá. Smile  Það á ekkert sérlega vel við hann að vera veikur.. t.d. í gærmorgun skildi ég hann eftir svo hann gæti nú sofið eftir algerlega svefnlausa nótt í svitakófi og hita... en hann hringdi skömmu eftir að ég fór og sagði mér að hann skildi bara ekki hvað væri að sér.. það væri bara að líða yfir hann að SKIPTA á rúmfötunumErrm  "afhverju ert að skipta á þeim núna Elvar minn?" Ég bara get ekki sofið og vitað að ég var svona sveittur í rúminu mínu í nótt!!  "en þú varst komin í mitt rúm núna?" já en mamma ég get ekki sofnað og vitað að mitt rúm er svona ógeðslegt!!!! ó mæ god er hann sonur minn?? það hlýtur að hafa orðið ruglingur á FSA fyrir rúmum 11 árum.

Ég og Elín Ása fórum með tengdó í bæinn í gær..  hún var í hjólastól og ég dró á eftir okkur súrefnistankinn.  En það er greinilega langt síðan gamla hefur farið í bæinn því ég hafði ekki undan við að raða aftur á fataslár og í hillur því hún bara sat í stólnum og greip svo í það sem hún sá og skipti engum togum að heilu slárnar fóru yfir hana og á gólfiðCool þetta kallar maður nú að vera komin í búðarfráhvörf... en sú gamla fór alsæl heim með fullan poka af nýju dóti.

Ættarmótið er um helgina í Asparlundi.  Hin árlega fjölskylduútilega þar sem systkini mömmu og þeirra afkomendur koma saman í leik.  Þegar Elvar var lítill og við vorum að koma á svæðið horfði hann útum gluggann og sagði.. vá mamma þú valdir gott tjaldstæði!!! við þekkjum bara alla hérnaSmile  og það er nú það skemmtilega við þessa helgi því krakkarnir smella öll svo vel saman og eftirvæntingin eftir þessari helgi er engu lík.  Mætingin er held ég núna mjög góð nema PABBI mætir ekki... hann er nefnilega að byggja.. grindverk.. og er svo ægilega ómissandi í því starfi með verktökunum sem eru ráðnir í það... ég held ég hafi sem fæst orð um það hér um mitt álit á því.. hef sagt nóg.W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakkka til að hitta ykkur í kvöld

Þetta með soninn... er þetta ekki bara spurningin um ríkjandi og víkjandi genin...

luvya, Alfan

alfan (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband