Plata!!! nei ég er ekki að plata það er komin plata:)

pípursteypaAlveg ótrúlega skrítin tilfnning að vera komin með plötuna.. mér finnst núna að ég geti bara flutt inn.. og svo getur Heimir smiður bara kubbað þessa veggi í kringum mig smá samanSmile Er bara svo ægilega hamingjusöm með húsið mitt að það er agalegt.. ég bara stend á plötunni og ímynda mér hvernig þetta allt verður og hvernig ég ætla að raða inní húsið.. úff það verður yndislegt... Held það sé fátt skemmtilegra en að innrétta og gera fínt í kringum sig.. nema þá að mála.. það er lika í efstu sætunum.. þetta bæði gefur mér mikla fyllingu.  Heimir smiður náði mér á Háa-Cið í gær... ég var að spurja hann útí tvær slöngur sem stóðu uppúr grunninum á baðinu... hann sagði að þetta hefði verið þvílíkt vesen fyrir píparana deginum áður þegar þessi krafa kom frá mér að setja þennan handklæðaofn...HANDKLÆÐAOFN!!! NEINEINEI  ég bað ekki um neinn handklæðaofn.. ég ÞOLI ekki handklæðaofna.. veit ekkert subbulegra en ofhlaðna handklæðaofna inná baðherbergjum.. hlaðna óhreinum fötum og illa liktandi.. jakk hvernig datt honum í hug að ég hefði beðið um þetta???  svo leit ég nú á hann og þá sá ég glottið á honum.. og hann sagði mér að þetta væri í öllum húsum í dag...og arkitektinn hefði verið viss um að mér myndi snúast hugur og vilja þetta.. og bætti þessum árans ofni inn.. þar sem ég ætlaði að hafa skápa... en smiðurinn segir að ég geti bara sleppt því að tengja þetta og þetta verði bara jafnað við gólfið.. HJÚKK 

sólþað er ALLTAF svo ægilega gott verður í Brúnahlíð.Wink  Pallurinn hjá Helgu og Stebba er bara geggjaður í sólinni og það er sko ósjaldan sem á honum eru góðir gestir, hjá þeim hjónum.. enda gott að sækja þau heim með eindæmum..  Þau hafa algerlega bjargað okkur í sumar.. með alt sem mann hefur hugsanlega vantað.. Vatn - WC - allt matarkyns - stuttbuxur - vinnuföt handa vinnusömum gestum - olíur og bara nefnið það... Takk kæru hjón fyrir alt.Smile

 

 

birkir Það hafa orðið barnaskipti á heimilinu... Mikael fór með flugi í gær.. það var erfið kveðjustund hjá þeim Bjarka og mikill söknuður að horfa á eftir honum útí vél.  Hann fór með fulla tösku af úttálguðu timbri með sér.. hef nú ekki heyrt hversu ánægð móðirin var að fá þessi ósköp heimWink  En það var stutt stund í næsta gest því Birkir Snær kom úr Mosfellsbænum til að vera hjá Bjarka fram að helgi.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert að þakka krúttin mín. Allt opið fyrir ykkur.

helga (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband