2.7.2007 | 23:15
Öndin í spariföt...
Öndin er orðin svona ægilega glerfín. Búið að þvo hana, bletta og snurfusa... mála felgur og geymslubox og alt hvað heitir... Já hann Sigurður klikkar nú ekki á að fínisera þessi hræ sem við drögum að landi hér og þar. Að vísu datt nú framhjólið af henni á leiðinni heim úr lýtaaðgerðinni.. við keyrðum alla leið í vegagerðina með hausa út um hliðarrúður til að finna það en allt kom fyrir ekki þannig að það var splæst á hana nýju stelli hún er nú bara að verða pínu frek eftir að fara í þessa aðgerð finnst mér.. endar með að hún fer að heimta að við setjum meira stopp í dýnurnar..Set ekki inn mynd.. verð að halda ykkur smá spenntum fram að næstu helgi sko.
Við settum upp trampólínið á lóðinni í gær. Voru þvílík átök að koma þessu gormadrasli á en það tókst að lokum..með aðstoð Ölfu og allra litlu handanna.. Ormarnir svona líka agalega glöð og hljóðin í þeim á trampolíninu fram eftir kvöldi mynntu einna helst á að það væru 35 börn að leik en ekki 3. Elvar var bara heima að jafna sig eftir uppköstin kvöldinu áður.
Við Elín Ása fórum í heimsókn til ömmu í Rán í dag og það lá ljómandi vel á henni.. hún orðin spennt fyrir ættarmótinu um helgina og vonar að veðurguðirnir klikki ekki þetta árið frekar en vanalega. Við löbbuðum um garðinn hjá þeim og það var sama hvaða blóm eða tré ég bennti á..hún þekkti þau öll með nafni.. AFHVERJU man ég aldrei nein svona blóma og trjánöfn?? ég sagði henni að ég væri búin að skíra trén mín og hún var himinsæl með það og sagði að það væri einmitt svo gaman að sjá hversu misjafnlega tré dafna eins og mannfólkið. Vona að Norðurtréin dafni ÖLL vel.
Ívar greyjið er lasin í dag ... er illt í maganum.. hann fór heim úr vinnu um hádegi og var búinn að laga til og snurfusa þegar við komum hér heim af lóðinni í kvöld.
þannig að maginn var nú orðinn eitthvað betri. Guffi var líka hálf slappur í dag.
Heyrði í Önnu Maríu í dag og hún var að fara í bæinn með tölvuna sína í viðgerð.. erum að vona að hún sé nú ekki alveg hrunin , en það er svosem ekki ólíklegt... hún er líka að fara næstu helgi í helgarferð til Fíladelfíu.. með Rut og Mike..það verður gaman.
Smiðir og Píparar voru á lóðinni í dag. það er komið froðuplastið og grindin undir og byrjað að leggja rörin.. þeir klára það nú líklega á morgun. Það er alltaf gaman þegar maður sér einhverja breytingu. Gleymdi myndavélinni í dag. e þessi mynd er síðan í gær.
Athugasemdir
Öndin ??????? Er það það sem þú náðir í suður um daginn ??? hvernig kommst hún þá norður með laust framhjól. Og þú sem segist alltaf vera svo seinheppin, þú varst nú heppin að missa þá ekki hjólið undan á leiðinni norður. (það er að segja ef það er Öndin). kveðja gamla
gamla (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 10:25
já það er fellihýsið... tja.. held hún hafi verið sátt við dekkið þar til siggi var búin að gera allt hitt sovna fínt... þá vildi hún fá nýtt hjól líka.
það hefur líklega bjargað því líka að það datt ekki fyrr af... að Sæmi dró það norður og ég hans fellihýsi.
Göspin (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.