1.7.2007 | 11:06
Rík af börnum
já það er alltaf að fjölga í hópnum.
Mikael vinur Bjarka ætlaði heim á fimmtudaginn, en það kom ekki til greina að hans mati að fara heim þegar móðir hans kom og hún fór því kona einsömul suður á ný. Þeir félagarnir eru eins og samlokur og var því ákveðið að hann myndi bara vera sendur heim með flugi þegar færi að hausta. Þeir eru búnir að tjalda í einni lautinni og í uppáhaldi þessa dagana að tálga als lags vopn og fara á veiðar, en það virðist nú samt sem háfarnir veiði best skordýrin.
Á föstudaginn kom svo litli orkuboltinn Elín Ása
ætlar að vera hjá okkur í viku. Hún var svo frábær á föstudaginn eftir að hún kom því allir voru að gera eitthvað um alla lóð og hún vildi vera alsstaðar.. hún fékk vinnuvettlinga og svo hljóp hún eins og sturluð kona á útsölu og tók þátt í öllu.. setja niður tré með mér.. smíða með Sigga.. tálga með Elvari.. moka með strákunum og stjórna öllum hundunum hvar þeir gengu og hvað þeir gerðu..hehe bara hægt að éta þetta barn. En nú er búið að skíra hólinn á lóðinni uppá nýtt, hann heitir Hundahóll.. því hundarnir liggja svo oft þar uppi til að hafa útsýni yfir allt hverfið.
það var Mjög þreitt stelpa sem fór að sofa allt of seint það kvöldið.. en mjög sæl. Í gær kom svo Brynja í heimsókn til okkar og ætlaði að leika við frænku sína.. sem hafði nú samt ekki neinn tíma til þess að leika sér því hún var að VINNA hehe
þannig að Elvar og Brynja léku sér mest saman.
Siggi fór með Ívar og Elvar í fjórhjólaferð í gær.. fóru gamla Vaðlaheiðarveginn.. Ívar var mest í sjokki yfir því hvað þeir fóru hratt niður brekkur og fannst að það ættu að vera öryggisbelti á hjólunum
en svo vandist hann nú hraðanum og naut ferðarinnar í botn. Hann fór á djammið í gærkvöldi og ætlaði að gista innfrá hjá stelpu úr Snorraverkefninu. Vona að hann skemmti sér vel.. hef þvílíkar áhyggjur af því að honum leiðist hjá okkur. Hann er alveg búinn að fá að sjá hversu seinheppin ég er.. Ásta Hrönn frænka kom í fyrrakvöld til mín í heilun og þegar hún var komin í þennan fasta svefn á bekknum þá var ég að færa mig til og rak mig í og datt afturfyrir mig á þvottabala, stól og kistil.. þvílík læti og aumingja Ásta lá þarna mitt á milli þessa heims og næsta.. í gær var ég líka að retta honum pepsidós en vildi ekki betur til en það að ég missti hana fyrir framan fæturna á okkur og hún sprakk með þvílíkum látunum og við urðum bæði RENNANDI blaut af pepsí frá tám og uppí hár. Ég átta mig alltaf á því hversu seinheppin ég er þegar það eru gestir því þetta er orðið svo hverslagslegt hjá okkur heimilismeðlimum.
Siggi og Elvar eru byrjaðir að undirbúa þakið til einangrunar á gestahúsinu. Elvar er ótrúlega duglegur og er alltaf að hjálpa okkur... en mætti nú stundum muna að hann er bara 11 ára og má leika sér. Hann greijið var að drepast úr ofnæmi á föstudaginn og augun sukku agalega... held það séu stráin sem hann þolir svona illa. Hann var betri í gær en ekki tók nú gáfulegra við þegar við komum heim í gærkvöldi því þá ældi hann allt baðherbergið út..þannig að nú er búið að gera ALÞRIF þar jafnt á veggjum lofti og gólfi.
Guð hjálpi mér ef öll börnin fara nú leggjast í ælu.
Veðrið er búið að vera yndislegt þessa daga og ég er er búin að planta helling af trjám í viðbót. Ég er komin með þetta fína gula ljós á toppinn svo ég verði ekki fyrir aðkasti á þjóðveginum þegar ég er að stinga upp trén.. leið nefnilega eins og ég væri að stela þessu.. en leið mun betur með ljósið á toppnum. Ég er búin að skíra öll stóru trén.
klikkuð?? jájá.. það er allt í lagi að vera smá skrítinn. Ég get hvort eð er ekki lært þessar tegundir þannig að þau fá bara mannanöfn. öll stóru trén að norðanverður bera nafn ömmu og afa okkar Sigga og á myndinni hér að ofan er mynd af Ömmu Guðrúnu og Afa Jóa. trén eru orðin sjö.. þannig að restin er María - Klara - Siggi - Rúna - Sæmundur. Trén uppvið gestahúsið bera svo bara nöfn hinna og þessara sem mér dettur í hug þegar ég sá þau.
Ég á dóttur sem heitir Anna María og ég sakna hennar mjög mikið. hún hefur áhyggjur á því að ég sé bara búin að gleyma sér en elsku Anna mín ég held það séu nú litlar líkur á að það gerist Það verður gaman að fá þig heim í haust og láta þig fara að vinna dag og nótt í húsinu..hehe
hjá henni er 40 stiga hiti og 90% raki. Jakk hvað ég er glöð með norðanáttina mína þegar ég heyri í henni.
Athugasemdir
Hæ allir
Voðalega er gott að fá að sjá dóttir sína, þótt það sé á mynd. Ég er nú alveg hissa að það séu andlistmyndir af henni, ég reiknaði með að maður sægi bara í aftur endann. Að hún væri rokinn burtu áður en væri hægt að smella af heheh. Ég sé að það er nóg að gera hjá ykkur. Hér sitjum við Hjörtur Elí á náttfötunum og erum að horfa á brúðubílinn.
Kv. María Sif, Einar og Hjörtur Elí
Ps. Núna fer að styttast Í Viktor Ara, hann kemur til landsins á miðvikudaginn
. Bráðum mun ég hitta börnin mín jíbí
maria sif (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 12:13
já já ........ alltaf nóg að gera hjá mínu fólki og alltaf jafn seinheppin , en svona á þetta víst að vera. Er farin að hlakka til að koma og sjá framkvæmdir hjá ykkur, það hefur svo mikið skeð síðan ég var síðast, enda heill mánuður síðan. Gangi ykkur allt í haginn og kveðja til allra barnanna :) gamla
gamla (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.