The Duck fellihýsi!!!

Sigurður á ekki að lesa blöðin.. er búin að reka mig á það í gegnum árin að það er bara ekki hagstætt fyrir fjárhag okkar.  Í mörg ár hef ég passað uppá það að öllum bæklingum og blöðum sé hent áður en hann kemur heim.. en hann virðist alltaf komast yfir þennan ruslpóst maðurinn.Errm  Nú hann má ekki fara í búð nema með miða sem stendur nákvæmlega á hvað þarf að kaupa því annars kaupir hann allt sem stendur tilboð á og þá ekki bara eina pakkningu..neinei.. nokkrar.. ALLTAF AÐ GRÆÐA... ekkert nauðsynlegt að ath síðasta söludag.. það er bara aukaatriði þegar maður er að hagnast svona svakalega.  Hann semsagt komst í fréttablaðið í gærmorgun og sá þar auglýsingu um æfafornt fellihýsi... og hringdi í AÐAL-PRÚTTARANN og bað mig að ath hversu góðum díl ég gæti náð.. sem endaði auðvitað með því að fellihýsaeigandinn gaf undan og ég fékk það á sportprís.. eins gott því LJÓTT er það skal ég segja ykkur..heheh.  Ég semsagt brunaði suður seinnipartinn og alla leið á Stokkseyri  að ná í gripinn.. Þetta var yndisleg ferð suður.. fallegt veður og góð tónlist... Hlustaði á Andrea Bocelli og söng meðWhistling úff maður er svo mikill óperusöngvari svona aleinn á ferð.   Það toppaði allt að keyra þrengslin sem minntu helst á Mars í kvöldsólinni.. unaðsleg stund.  Meiningin var að bruna heim á ný um nóttina og vera samferða Sæma og co.. en svo var ákveðið að leggja bara af stað eldsnemma í morgun... sem við og gerðum 06:15 var brottför.. ég dró stóra fellihýsið hans Sæma því annars værum við líklega enn á leiðinni norður því þessi bíll sem hann er á er ekki alveg að gera sig í drætti.. ó mæ god hann var nú bara varla að hafa það að fara uppúr göngunum með lita hýsið mitt.. Undecided  ferðin gekk annars vel nema að ég þurfti að fara tvisvar skagafjörðinn.. Blush sá nefnilega ekki fyrr en ég var hálfnuð með hann að olían myndi ekki duga alla leið og snéri við til að fylla trukkinn.. Sæmundi fannst það nú ekki leiðinlegt að komast í smá forskot á mig á meðan.  

Þegar ég kom heim í morgun var Ívar skiptinemi úti á plani.. hann hafði ætlað að fara með Sigga um morguninn og taka bílinn.. en hann hafði gleymt gsm heima og farið heim að ná í hann og fengið sér smá lúr í leiðinni... en gleymdi að slökkva á ljósunum og bíllinn dauður.. hann var alveg ægilega down.. en ég skutlaði honum í vinnuna og náði að hugga hann með því að það væri næstum sama hversu miklu hann næði að klúðra í bílamálum þá myndi hann ALDREI toppa migWink  Ég myndi redda startköplum og redda þessum smámunum.

Ég fór á lóðina í dag að vökva og setja áburð á trén...  Siggi Ex eigandi af lóðinni kom í heimsókn á lóðina og við löbbuðum um og nú veit ég allt um það hvað trén heita og hvar þau voru fengin.. sem var frábært því það veit guð að ég bara veit ekki baun hvað nein tré heita..  Hann sagði að það væri ekki laust við það að hann fengi smá í magann og smá tár í hvarma þegar hann kæmi á lóðina og sæi framkvæmdir.. ég dauð fann til með honum.. Pouty  Rarik kom líka til að gera við heimtögina og leggja kapalinn inní grunninn.  Pípararnir komu og lögðu rör hér og þar og líka kapal fyrir rafmagnið upp í gestahúsið.

Í gær hringdi ég í Rarik - Símann - Norðurorku.. til að láta vita að það væri allt galopið til að leggja allar lagnir í grunninn þar sem það hefði allt verið grafið upp deginum áður... það voru nú ekki nein fagnaðaróp í þessum aðilum að fá þær frettir.. og ég sem hélt að ég  væri að spara þeim þennan svaka tíma að þurfa ekki að grafa líka...FootinMouth  allavega var Heimir smiður búinn að telja mér trú um það og segja mér að hringja.. en jæja.. svona er þetta bara.

Það er agalega að hafa eineggja tvíbura að vinna fyrir sig.  Í gær fór ég yfir að grunninum hjá Lúlla til að ræða við Heimi smið og labbaði þarna á eftir honum um allt og kallaði á hann en maðurinn bara hélt áfram að vinna og  leit ekki við mér.. ég kallaði hærra en það var við það sama.. ég var farin að halda að hann væri með tappa í eyrunum en svo kom nú tvífarinn skellihlægjandi labbandi annarstaðar frá og þá fattaði ég að ég hafði verið að hlaupa á eftir vittlausum smið.!!! Það ætti að skikka þá til að vera með sitthvorn litinn af húfu eða eitthvað..   Gaman að þessu fannst þeim ha???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáum við ekki myndir af ....fyrir -------eftir    þrif á tjaldvagni ?                                  kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 13:50

2 identicon

Já hann Siggi er svolítið góður í að fá "kauphugmyndir ;) ". Hlakka mikið til að sjá herlegheitin, andavagninn...

Kv. Alfa

Alfa (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 21:54

3 identicon

maður er alltaf að spara !!

svo það er bara allt að ganga ?

ég fæ pottþétt ekekrt að sjá þetta fellihísi því þið verðið búin að selja það þega rég kem heim !( vonandiii)

en er ekki bara allt gott að frétta af dóttur þinni?

það mætti halda í síðustu bloggum að þú ættir ekki eina slíka!

fariði nú að hringja..

AnnaMaría

AnnaMaría (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband