Kona mánaðarins.

Ég er komin heim.  Keyrði heim á föstudagsmorgun.. og hef aldrei á ævinni stoppað eins oft á leiðinni.. og það er nú vegabréfum N1 að kenna.. var með Bjarka Rúnar og Mikael vin hans um borð og það varð að stoppa á öllum N1 stöðum til að stimpla.. man ekki hvort það voru 5 eða 6 staðir.Crying  En heim komumst við að lokum rétt áður en ég skiptineminn hann Bryn Ívar lenti á akureyri.  ekki nóg með það að hann kæmi með kaffivélinni heldur kom líka stjarnan okkar hann Magni Rock star.W00t Elvar ætlaði bara að missa sig að sjá manninn og fékk hjá honum eiginhandaráritun og allan pakkann.  Nú það var svo ákveðið að drífa sig á lóðina og grilla en þar sem litli skiptineminn var svo timbraður eftir fögnuð síðustu nætur var hann skilinn eftir heima til að sofa úr sér vesenið.. hann varð tvítugur deginum áður og var það því mjög skiljanlegt að drengurinn hafi slett ærlega úr klaufunum..  Nú´ég æddi inn á Akureyri til að kaupa grill og ákvað þá að fylla bílinn í leiðinni..  og það gerði ég.. setti tæpa 100 lítra á trukkinn minn en þegar ég var rétt lögð af stað frá bensínstöðinni þá fékk ég á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu... stoppaði bílinn og hringdi á stöðina og bað þá að finna færsluna mína... jú það var rétt - ÉG SETTI BENSÍN Á BÍLINN- Blush ég gjörsamlega panikaði ...ég fór á planið hjá Olís og spurði strákana inni hvað hægt væri að gera og þá komu þessir snilldar mótorhjólastrákar algerlega með það á hreinu að bíllinn væri ónýtur.. ég gæti algerlega gleymt þessu.. vélin væri ónýt.Errm juminn eini... AF HVERJU ÉG???  ég hringdi svo í minn geðgóða mann ( hann hætti að reykja á miðvikudaginn) og hann varð líka svona ægilega glaður eð sína spússu... úff hvað það er leiðinlegt að láta skamma sig á fullorðins aldri.. hann sagði mér að ég skildi nú bara redda þessu og í það fór ég... hringja um allan bæ og enginn var í bænum til að redda mér með þetta ... nú þessi geðgóði kom nú svo og reddaði manni til að hjálpa okkur með þetta ...sá maður aumkaði sér yfir okkur þó hann væri lagður af stað með hjólhýsi og börn úr bænum... og biðu bara börn og kona úti á plani langt fram á kvöld meðan gert var við bílinn minn.. þetta fór nú allt betur en leit útfyrir að myndi gera. 

það var steypt platan í bílskúrnum líka á föstudaginn...þannig að nú er bráðum hægt að flytja inn .. svei mér þá.. eða þannigSmile 

164173Á laugardaginn fórum við Bryn Ívar í Hellaskoðunarferð í mývatnssveit.. þetta var jeppaferð á vegum ferðafélags akureyrar og voru þetta 11 jeppar og 40 mans.. ég og hinir 10 mennirnir lulluðum okkur þessa troðninga og 168þetta var rosalega gaman.. fara yfir ár og hvellsprakk á einum og svo þurfti ég meira að segja að fara út og setja lokurnar á trukkinn minn.. já þetta var gaman  en ég treysti ekki alveg trukknum alla leið og við ákváðum að ganga restina..  þessi íshellir var rosalega flottur og allir svona smart með hellaljós og hjálma.. það var stórt gat fyrst í jörðina svo var lítið gat ca 3 metrar að lengd sem þurfti að troða sér innum liggjandi á bakinu til að komast í salinn... þessu er víst líkt við það að fæðast á ný því þessi mjói þröngi gangur minnir á leggöngSmile  inni var allt í ís og bleytu og -2 gráður... en það voru glaðir ferðalangar á leiðinni heim.. rjóðar kinnar og lúin bein.  Ragna Ósk fór með okkur og líka Sigrún vinkona og Lára samfylkingarkona..  Nú ekki slapp ég nú alveg slysalaust frá þessum degi því ég greinilega hafði nuddast utan í eitthvað kjarr og afturbrettið á bílnum var allt rispað... herra skapgóður varð enn skapbetri við þaðWhistling   þegar við konum til akureyrar aftur fórum við yfir á lóð og ég þreif upp gólfið í gestahúsinu sem siggi hafði klárað að leggja um daginn og lakkaði það.  Um kvöldið grilluðum við og í því komu Steppi, Áslaug, Ingibjörg og Stebbi litli í heimsókn og það var drukkið allt áfengt sem fannst nema vanilludroparnir held ég og étinn hákarl fram eftir nóttu... Mjög gaman.Wizard

Í dag slógum við litli skiptineminn alla lóðina með orfum og það er þvílíkur munur að sjá yfir landið núna.  það var vel gestkvæmt á lóðinni í dag.. við grilluðum fyrstu máltíðina á lóðinni í hádeginu og buðum Helgu og Stebba granna í mat.  Sigrún og Svenni litu svo við.  Þór, Snorri og krakkarnir og svo síðast Aggi og Ásta..  við skruppum líka smá í heimsókn til tengdó... vorum öll svo ægilega fín í grasgrænku og mold.. en hún alveg jafn glöð að sjá okkur frir því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja....... alltaf leggst þér eitthvað til dóttir góð og greinilega fædd undir heillastjörnu. Jæja en þetta slapp aðllt til hjá þér, svo bara halda áfram.

kveðja til allra (fjórfættra líka)

kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 08:40

2 identicon

Þú átt þér eingan líkan heheheh

Vonandi á hin geðvondi eftir að verða hin skapgóði fljótlega, ég hef nú ekki trú á öðru.

Kv. María Sif og Hjörtur Elí í garðvinnu

María Sif (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:39

3 identicon

já ljúfan en ekki myndi ég vilja hafa þig örðu öðruvísi en þú ert, þá værir þú ekki þú

Fer að kíkja á herlegheitin, sit núna sveitt eftir leikfimi og neni ekki í sturtu... eins gott að enginn kíkki í heimsókn og sjái lúkkið

Luv ya, Alfa

Alfa (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 18:44

4 identicon

Stebbi granni?

helga (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:08

5 identicon

Hey!! Það vantar mynd af fyrstu máltíðinni.

Hófí Búa (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband