20.6.2007 | 01:37
Allt fullt af Fíflum
Hvernig losnar maður við þessa óboðnu gesti?? og sér til þess að þeir nái ekki að fjölga sér.
- Grípur þéttingsfast um stilkinn rétt fyrir neðan miðju...þetta beina mjóa
- Kippir eins fast og þú getur í hann og vonar að þú náir að kippa honum af svo neðarlega, að upptaka nýs lífs verði ekki möguleg. Það er hvítur vessi sem slettist á þig en ekki vera hrædd því hann er meinhollur. Varist samt að hann komi nálagt fötum því þeir skilja eftir sig dökka bletti.
- Setur hann í poka og bindir fyrir og ferð með á þar til gerðan stað til urðunar.
- Vonar að þú þurfti aldrei að líta annað eins augum aftur.
Ég semsagt var að rífa upp Fífla um helgina.. fór með eina 7 svarta ruslapoka af þeim í gáminn. Samt náði ég bara að taka rétt af suðurenda lóðarinnar!!! ó mæ god hvað þeir hafa herjað á landið.
Ég og Bjarki Rúnar keyrðum semsagt norður á laugardagsmorguninn.. Það beið okkar þetta dásamlega veður, 20 stiga hiti í sólinni. Við fórum beint á lóðina þar sem allir strákarnir okkar voru byrjaðir að vinna. Valli og Elvar Jóhann að slá utanaf sökklinum og Siggi að einangra gólfið í litla húsinu. Ég fór í það að naglhreinsa og "Fíflast" en Bjarki Rúnar var ekki fyrr kominn með hamar í hönd og ætlaði að hjálpa til þegar hann rak andlitið í steypujárn og reif sig í framan.. svei mér þá þetta barn!! loksins orðinn góður í fætinum þá bara það næsta. Hann var nú svo mestmegnis inní bíl bara og suðaði reglulega um það að komast heim. því hann væri með HEIMÞRÁ.. ég sem hélt það hefði tengst mér en það greinilega tengdist því að komast heim. Hann sagði að það hefði verið fínt í sveitinni á daginn en ekki gaman á kvöldin.. því þá var hann svo mikið að hugsa heim.. Ég var nú að reina að fá hann til að vinna eitthvað með okkur en hann sagði bara "Til hvers???? erum við ekki með menn í vinnu til að gera þetta?"
Elvar ætti að skrifa ástarsögur því hann getur verið svo væminn að það er yndislegt. Við vorum að vinna saman og þá segir hann allt í einu."guð minn góður hvað ég hef saknað lyktarinnar af þér mamma, það er ekki svona góð lykt af neinni annarri"
Flytur aldrei að heiman munið. Sunnudagurinn var ekki eins sólríkur en samt agalega góður. Ég kláraði að slá utanaf sökklinum og naglhreins það og Fíflaðist meira... Fórum og sóttum Denný og fórum með hana á rúntinn að sýna henni allt fólkið sem var eins og maurar um allan bæ.. aftur á lóðina og brösuðum meira.
Strákarnir voru ægilega duglegir í playstation nánast allan daginn inní bíl.
Ég og Bjarki keyrðum svo aftur suður um 4 á mánudagsmorgun svo ég gæti farið að vinna. Á mánudag byrjaði svo gröfukallinn að fylla sandi í grunninn. Þeir voru nú ekkert of sáttir víst gröfukallinn og smiðurinn hvernig væri best að gera þetta en ég held nú að smiðurinn hafi unnið þá rimmu
Duglegur. Bjarki fékk að vera hjá Mörtu og stelpunum þann daginn og var víst voða duglegur að passa Björk og Brynju og fór með þær í göngutúr og fleira. Þegar hann kom heim náði hann svo að draga ömmu sína með sér hringinn í kringum Vífilstaðavatn...eftir að hafa þurft að láta í minni pokann að fara í kringum Elliðaárvatn. Þetta varð nú til þess að mamma er farin í mjöðminni og á svona líka erfitt með gang í dag...en litla dýrið finnur auðvitað ekki fyrir neinu.
Við sváfum svo saman undir stiganum við mikinn fögnuð Bjarka.. honum fannst við NÆSTUM vera í útilegu saman.. en ástæðan fyrir að ég lá þarna á dýnu var nú sú að Einar maður Maríu systur var í gistingu líka hjá mömmu og pabba.
Í dag var haldið áfram að keyra í grunninn sandi og þjappað.. þetta er engin smá beltagrafa sem hann er að nota maðurinn.. og svo er valtarinn eins og matsboxbíll þarna líka.
Mér fannst grunnurinn AGALEGA lítill.. skil ekki að öll herbergin eigi að komast þarna fyrir en mér er sagt að þetta breytist nú allt saman þegar veggirnir koma... Ég skutlaði Bjarka í hádeginu uppí Mos til Mikaels vinar sins og þar gistir hann svo í nótt.. þeir eru algerar perlur saman. Ég var að vinna til hálf tólf í kvöld... og er ekkert þreytt.. ...og klukkan núna orðin hálf 2.
Þorði nú ekki annað en setja inn færslu þegar dóttirin er farin að kvarta!!.. henni þykir ég ekkert skemmtileg að nenna ekki að tala við hana þegar hún annað hvort hringir þegar ég er sofnuð eða þegar ég er að vinna!!
Það var líka lokafundur í dag með lögfræðingum vegna Lágholtsins.. ætla samt ekki að ræða það leiðindamál hér fyrr en öllu er lokið og afsal hefur verið gert.
Athugasemdir
Hæ allir
Svakalega er þetta að verða fínt.
Hér úr blíðunni er allt gott að frétta. Elín Ása er kominn norður og bíður bara eftir því að komast til ykkar eftir eina og hálfa viku. Ég heyrði í Viktori Ara í gær, en það er nú öðruvísi á þeim bænum, hann hefur nú ekki mikinn tíma til að tala við mömmu sína. Skilur ekki að mamman þarf nú að fá að vita hvað á daga hans hefur drifið og auðvitað væri nú ekki verra ef hann myndi nú sakna hennar
. Hjörtur Elí er eins og prins á heimilinu, allt snýst um hann þessa elsku.
Það er til fíflaeitur sem drepur ekki grasið, það væri eflaust auðveldara að nota það en að rífa fíflin upp. En fáðu samt upplýsingar hvort það geti haft skaðleg áhrif á hann Guffa, kannski er nóg að halda honum frá í nokkra daga á eftir.
Kveðja frá litlu systir
p.s rosalega er gott að hafa svona púka við höndina, engar stafsetningarvillur
María Sif (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 13:46
það er líka það eina sem þú gerir er að vinna og sofa aðeins á milli ! þannig veit eki hvenær ég ætti að hringja ef þú ert ekki að vinna eða sofa :s
AnnaMaría (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 18:43
Já ég veit Anna mín en þetta fer nú að taka enda
síðasti dagurinn á morgun. Svo skal ég tala við þig ægilega mikið.
Takk María mín fyrir ráðin. Og ég er líka farin að hlakka mikið til að hafa skottuna mína hana Pjásu í viku
Guðrún Ösp, 20.6.2007 kl. 20:02
Gott að heyra frá þér ljúfan. Hlakka til að fá þig í sveitina. Hlakka enn meira til að hjálpa til í sumarfríinu mínu... á milli þess sem ég pakka :)
Kv. Alfa
P.s. Voðaleg reikningsdæmi eru þetta þegar maður er að setja inn athugasemd...
Alfa (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.