Todda Trunta Matargat og Rússneaska Mafían.

Frownþað er nú stundum ekkert allt of skemmtilegt að vera ég.. ég skil ekki hvað gerðist í fæðingu því það er eins og þetta hafi bara byrjað þar.. alltaf að flýta sér aðeins of mikið.. allavega var ég næstum komin í klósettið og fæddist þar af leiðandi inná baði.. "mikil reisn í því"Pouty hvað sem því líður þá hef ég uppfrá því verið ægileg BRUSSA.. og ekki bætti úr skák að um leið og ég fékk að bragða mat þá þurfti ég nóg af honum og var aldrei glöð nema með mat í BÁÐUM höndumWoundering enda var ég víst ekki gömul þegar ég fékk þetta voða fína viðurnefi.. "Todda Trunta Matargat"  hver gerir barninu sínu þetta?Gasp  En svei mér þá ég held ég beri þetta viðurnefni með réttu..   Óteljandi dæmi um brussuskap eru því til sönnunar.

Á föstudaginn fór ég að vinna aftur um kvöldið að bónleysa 5 hæða stigagang niður í Bolholti.  Það átti að vera búið að gera öllum starfsmönnum það ljóst að þetta stæði til en við vorum rétt búin að fleyta einn stiga og pall.. þegar þessir ægilegu skruðningar heyrðust og niður stigan koma skoppandi maður á rassinum.. ó mæ god!! hann hlaut að hafa brotnað!! en neinie.. hann bara stóð upp eitt spurningarmerki í framan og skakklappaðist svo út hissa á svipinn.  Hjúkk að við búum ekki í Ameríkunni því þá hefðum við þokkalega verið kærð.  Nú við höldum svo áfram og viti menn að eftir nokkrar mínútur flýg ég niður stiga.. en nei nei.. ég get auðvitað ekki gert það með sömu reisn og þessi ágæti herramaður heldur tek ég með mér 30 lítra bónleysi fötuna og mæliglasið sem VAR úr gleri og mölbraut það auðvitað og bónleysirinn skvettist um allt og aðallega á mig... ÚFF ég fann sviðann strax á botninum.. þar sem ætuefnið byrjaði að grafa sér leið inná við.. Annaðhvort var það að rífa sig úr lörfunum og halda þannig áfram að vinna..því ekki skilur maður eftir bónleysi á gólfinu!!!  eða bleyta í þessu... ég valdi þetta seinnaShocking fór inná bað og bleytti vel í botninum.. og þannig vann ég til hálf 4 um nóttinaWink En þó mig hafi oft grunað hversu sárt það er að vera hlandbrunnið barn þá er ég með það ALGERLEGA á hreinu í dag.  Sturtan um nóttina þegar ég kom heim var KÆRKOMIN. 

Pabbi fór á sjó með Adda Barðdal í gær og með þeim í för var Rússneski sendiherrann.  Eftir sjóferð og mikla og góða veiði vildi sendiherrann bjóða þeim heim í mat og þangað fóru þeir Gö og Gokke..  Aumingja sendiherrann heldur vonandi að þorri þjóðarinnar sé EKKI eins og þeir!! þegar pabbi hringdi til að láta vit að hann yrði ekki mat bað ég hann vinsamlegast að passa sig á tvennu.  nr 1. að ekki væru örfilmur í drykkjunum og hann gerður að leynilegum útsendara fyrir Gorba og nr.2. að passa sig að hitta í klósettið ef hann færi á snyrtingu.. Díses maður er farinn að þurfa að ganga um í gúmmískóm hér á safninu góða.Angry  Nú meira heyrðist ekki frá þeim gamla fyrr en undir morgun þegar hann stendur hér fyrir utan glaseygur og BERFÆTTUR!!!  Höfðu þeir pyntað manninn??? hafði Rússneska mafían fengið hann til að ganga til liðs við sig??? var búið að græða í hann staðsetningartæki??? eða var málið að það var VÍN í boði Rússlands??  Ég er í raun litlu nær því ég sofnaði við söguna af 10 metra löngu matarborði og þjónustufólki á hvern fingurSleeping Addi hafði tapað feitum skildingi í billjard..og fleira og fleira..en heim var hann kominn og það var nú líklega fyrir mestu.

Bjarki hringdi í morgun með HeimþráFrown hafði verið að hugga Mikael þar sem hann hafði farið að gráta við að tala við mömmu sína og fundið þá að hann var líka með heimþrá.. mig langaði nú bara að stökkva út í bíl og ná í hann.. hvað er maður að gera börnunum að senda þau í burtu og halda að þau hafi gaman að þessu???  en ég náði nú að róa mig niðu og tala hann til eins og ég væri hin saltrólegasta mamma hinumegin á línunni.. guði sé lof að hann sá ekki votu hvarmana.  Allavega þá heyrði ég í honum aftur í kvöld og þá var heldur betur annað hljóð í guttanum og hann hinn glaðasti og búinn að fara á hestbak og fjöruferð og fleira og fleira.Smile úff hvað mér létti.

Anna hringdi líka kl hálf tvö í nótt og þurfti að tala svolítið við hana mömmu sína sem var nú ekkert sérlega skemmtileg í símanum svona ægilega steinsofandi.. en hún hafði það ljómandi og var að koma úr veislu.  Segist verkja í fingrunum eftir því að fara að versla.. en hafði náð að hemja sig í Oakley búðinni fyrr um daginn sem telst nú afrek út af fyrir sig.W00t

Norðanheiðafeðgar hafa verið duglegir um helgina að vinna í gestahúsinu og er nú að koma voða fínt lúkk á þetta allt saman..  veit nú samt ekki alveg hvað er með þessa styrkingu i gólfið sem hann er endalaust að bæta við???  ég ætla nú ekki að verða neitt mikið þyngri vonandi?? og ekki ætlum við að geyma fjórar mjólkandi beljur í þessu!!!  allavega þá er þetta víst að verða komið hjá honum.  veröndin er komin með fjalir þannig að nú er hægt að sitja og horfa yfir leirurnarSmile  Hér eru nokkrar myndir sem Siggi var að senda í dag.  Búið að fleyga allt og nú er´púðinn tilbúinn til að byrja aftur að slá upp fyrir sökklinumGrin 

p.s.  Bjössi þú truflar sko ekki mig og hefur aldrei gertSmile er nú bara SVO glöð að ykkur þyki gaman að lesa.

IMG_6760

IMG_6753IMG_6756IMG_6750IMG_6745IMG_6748


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband