7.6.2007 | 23:25
Og prinsessan varð líka að steini!!!
já það er von að Björn frændi minn álíti svo vera það er nú ekki raunin því seint breytist ég í stein.. þó skessa sé ég oft. Orsakir ritstíflunnar eru nú svona aðallega bara ægilega blöðrur á fingrum og lófum
Ég veit ekki hvað margir höfðu á orði við mig fyrir rétt rúmum 9 mán hvort þessi vinna sem ég væri í, væri ekki full erfið fyrir konur!!! ÉG HÉLT NÚ EKKI.. fann ekki fyrir því að vera að djöflast á þveglum og vélum við að bónleysa og bóna og bera borð og stóla um heilu álmurnar.. EN guð minn góður.. 9 mánuðir í dvala inní afdal hafa ekki haldið vöðvum líkamans í formi það er eitt sem víst er.. og allt sigg sem ég hafði væri vel þegið í stað blaðranna
Ég sagði þegar ég kom heim á þriðjudaginn að ég myndi núna af hverju það væru oftast menn í þessu starfi..PÚFF. En ég er nú að hitna í þessu og finn að gamli krafturinn er að brjótast út. Eftir nokkra daga verð ég orðin askkoti góð. Svo ekki sé talað um hversu vel mér líður andlega að vera að djöflast allan daginn.. fékk enga strengi í hendurnar.. og held ég að það sé því að þakka að ég bar allt bjálkahúsið á höndum mér í síðustu viku
Ekki í heilu lagi samt..hehe
Það eru nú ekki stórar fréttir af reisingu framtíðarkofans. Siggi lét græja grenndarkynninguna og gekk það allt smurt án nokkurs mútur. Hann skilaði inn teikningunum af gestahúsinu.. hann talaði við smiðinn og lét hann mæla og merkja fyrir fleigarann.. sem er nú ekki enn mættur.. ættli hann hafi ekki gefist upp á fleignum og keypt sér flösku!! nee svona segjum við ekki.. hann ætlar að koma í fyrramálið sagði hann í dag. Gröfudrengurinn minn er búinn að keyra í púðann og grafa fyrir færslunni þannig að það er allt klárt. Ég fékk loksins annað tilboð frá Gluggasmiðjunni í dag.. og það var alveg útúr kú þannig að við ætlum að slá til og fá Börkinn til að smíða augun í húsið. Siggi fékk vægt magasár held ég bara við tilhugsunina að ég væri farin suður að vinna, en er nú allur að koma til. Enda er hann með þessa fínu ráðskonu á heimilinu. Elvar er semsagt búin að taka að sér flest heimilisstörf og strax á fyrsta degi var hann farinn að brjóta saman af snúrunni og gera fínt Í kvöld hringdi hann svo og sagði að hann yrði að læra á þvottavélina því það væri að safnast upp þvottur!!! og ég kenndi honum í gegnum síma að setja í vél
Hér með vottast að hann þarf ALDREI að flytja að heiman þessi elska.
Af Önnu er það að frétta að það gekk ægilega vel út til Boltimore og hún er orðin vel brennd á tveimur stöðum - hnjánum og vörunum- veit ekki alveg hvaða stellingu hún er í þarna úti í sólinni.. greinilega með stút á vörum allan daginn. Verð nú líka að hæla henni fyrir einkunnirnar hennar.. hef aldrei séð svona mikla framför hjá henni.. þannig að ef börnin ykkar eiga erfitt með nám þá ráðlegg ég ykkur að flytja 30 km frá allri menningu og þá kemur þetta.. og nóta ben.. ekkert nema RUV sem sést.
Sama er að segja með ormana tvo þeir hafa náð gríðarlegum árangri í vetur. Húrra Hrafnagilsskóli.
Bjarki er búinn að vera í Mosfellsbæ hjá vini sínum frá því á mánudaginn. Farið með honum í skólann nema í gær því það var fjallganga og mjög erfitt kannski að ættlast til þess að gamli bekkurinn beri hann á herðum sínum heilu fjöllin þó hann sé gestur. Fóturinn er ennþá ekki góður en hann er fullviss um að hann batni í nótt því hann er að fara í sveit með strákunum á morgun Hann fékk þónokkuð af pening í afmælisgjöf og ég lofaði honum að kaupa sér einn leik.. honum þótti nú betra að ég væri með í því að velja því amma hans er víst ekkert sérlega fróð um tölvuleiki. en þó svo ég færi með honum í gær að velja þá þurfti ég nú að ná í hann aftur í dag til að skipta þeim leik því vinirnir höfðu reynslu af þessu og þetta væri ekki nógu sniðugur leikur.. þannig að sætaferðir í BT eru að verða daglegar. En ég lét hann nú bara rífa utanaf þessum leikjum í dag svo það yrði ekki aftur snúið
Fórum líka aðeins til Eddu og kíktum á nýju kisuna.. agalegt krútt sem kemur inn með fugla dag eftir dag
Pabbi sprettur alltaf á fætur um leið og ég kem heim, hann vill ekki að ég gómi sig í legunni eftir síðustu skrif mín af honum.. Ekkert of sáttur við kommentið. hehe. og mér sem fannst ég vera frekar nærgætin?? Veit ekki hvort það er nokkuð vit í því að segja neitt frá mömmu... því hana sér maður eitthvað mjög lítið hún er ýmist í eldhúsinu að brugga seiði eða á klósettinu... veit ekki alveg hvað er í gangi en allavega segir hún þetta vera samkvæmt læknisráði!!! Ég segi nú bara SHIT, aumingja hún.
Athugasemdir
Sæl afur frænka!
Fyrirgefðu truflunina. Ég sagði ekki að þú værir skessa. Þetta lá bara svo vel við höggi, foreldrarnir steini lostin og dóttirin hljóð (sem ekki er vani :). Þetta með tröllin kom að sjálfu sér þar sem við bæði búum undir fjöllum sem telja til Tröllaskagans hér fyrir norðan og svo eigum við líka ættir að rekja út fyrir svæðið og þá kallast sú ætt Tröllatunguætt og ....... svo erum við engin strá í raun og "dúkkuhúsin" verða 20 m2 og ....nú hætti ég áður en ég tala af mér aftur.
Það hefur verið gaman að líta á dagsverkin þín (í flt.) þann daginn (ef maður getur beðið til kvöldsins) því mér sýnist sem að málum sé ýtt áfram á "Bestabæ". Haltu áfram á sömu braut, ég lofa að trufla ekki aftur.
Mbk.bj.
Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 20:14
Sæll bróðir. Þetta kallast ekki trúflun heldur skemmtilegar ábendingar sem alltaf er gaman að fá og hafði dóttirin gaman að þessu, allavega hló hún mikið og fór í gang, En ég sé að hún hefur ekki sett neitt inn um næturæfintíri sitt í bónvinnunni í nótt. enda kannski ekki von hún var að vinna til 04 í nótt og farin aftur kl. 10 í morgun. (dugleg stelpa, vonandi gengur hún ekki alveg frá sér í þessu).
En hvað um það haltu áfram að setja inn comment, því þú hefur sama skemmtilega ritstílinn og hún. kv. ebj.
gamla (safnvörðurinn) (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.