3.6.2007 | 23:34
Steingervinga-safnið!
Bjarki Rúnar á afmæli í dag.
hann er 10 ára þessi elska. Mikið er nú vont að vera ekki með honum., en ég er búin að heyra í honum 5 sinnum í dag og sé hann í fyrramálið þegar hann kemur suður. Hann fékk þessa fínu úlpu með svona brynju innaní til að vera í á fjórhjólinu. Hann spókaði sig um í henni í allan dag í hitanum fyrir norðan og var ekkert smá grobbinn. Hann fékk að ráða ferðinni í dag, og var farið á Greifann, Brynju og vídeóleigu.
Ég er gestur á Steingervingasafni Kópavogs... allavega líður manni þannig..safngripurinn er hann faðir minn sem helst haggast ekki úr stólnum sínum nema með andvarpi og mæðutóni. Safnvörðurinn er hún móðir mín sem stendur sína vakt 24/7 allt árið um kring síðan ég man eftir mér.. hún sér um að snyrta safngripinn reglulega og klæðir hann og fæðir líka. hann þarf í raun ekki lengur að tala því hún er farin að þekkja öll svipbrigði og breytingar á andardrætti og er þá mætt með allt sem hann þarfnast..hvort sem það er kaffi eða að klæða hann í sokkana...Ó mæ god ef ég lendi í svona KERFI þá endilega pikkið í mig...
En eins og á svo mörgum svona gripasöfnum þá lifnar yfir því við og við... þó fólk kannski allmennt sjái það ekki. Allavega náði ég sem gestur að koma gripnum í bíó í gærkvöldi með Viktori. Hann lét það hljóma eins og algerlega hans hugmynd við barnið... sem hafði ekki heyrt fyrirlestur frænku sinnar við steingervinginn
og viti menn ég náði honum úr stólnum á sama tíma í kvöld til að fara með okkur í keilu... þar sem svona merkis-viðburður átti sér stað hringdi ég líka í Mörtu og hún kom með Báru og Gunnar.. Steingerfingurinn og safnvörðurinn áttu snilldar takta miðað við fyrsta skipti þó svo safnvörðurinn sé með marinn þumal eftir þetta og Steingerfingurinn öllu blankari!!
Bára snillingur burstaði okkur öll í þessu og skilur enginn hvernig!!! Afburðar íþróttarmaður á ferð.
Helgin hefur annars hjá mér gengið út á skólann.. og var þessi helgi alveg stórkostleg.. í gær og dag var Jenny sem er sálfræðingur skólans að láta okkur vinna inná við og það krafðist mikillar orku.. það var grátið - hlegið - rifist - og spjallað og allt endaði þetta á ótrúlega góðan veg þó svo gærdagurinn hefði ekki borið það með sér. Í lok helgarinnar áttum við að skrifa á blöð hvers annars eitthvað jákvætt um viðkomandi. Þetta var dýrmætur pappír í lokinn.. 11 manns að skrifa um mann, var skrítið... en gott. gaman að sjá hvernig fólk sér mann. Líka gaman að sjá hversu erfitt það var að skrifa um aðra.. þó ekki alla. þurfti að labba oft að blaði sumra til að koma einhverju á það. Við erum öll svo skemmtilega ólík.
Það hefur nú heldur betur gengið vel með gestahúsið fyrir norðan um helgina.. þakspíturnar og pappinn komin á.. gluggarnir í...og fánastöng á þakið Siggi og krakkarnir verið heldur betur dugleg. Valli tengdó kom líka í gær og bar fúavörn á allt húsið. Duglegur sá gamli.
Gröfudrengurinn byrjaði að grafa í dag aftur og fleigarinn kemur á morgun.. gaman
Athugasemdir
Til hamingju með prinsinn, knúsar hann frá mér þegar þú færð hann í fangið á morgun.
Gott plott með safnið :)
Kv. Alfa
Alfa (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 23:56
Sæl frænka!
Eins og segir í ævintýrinu.... "og prinsessan varð líka að steini". Allavegana er hún hætt að róta "pennanum". Ég hélt nú að tröllin að norðan þyrftu ekki að hræðast sunnlenskt sólskin og því óþarfi fyrir þau að verða að grjóti í þessari rigningu þeirra.
Það er fleira fréttnæmt en húsbyggjendaraunir þó þar sé margt að gerast, en ekki allt að gera sig. Hvernig væri að henda þessum með fleiginn og fá einhvern með flösku og sprengja almenninlega holu? Þá þarf "pikkinn" ekki að standa á hleranum framan við bílskúrshurðina. Svo gæti þú snúið húsinu um 90° (tillaga 2) fyrir enda götunnar og þá þarftu ekki að beygja heim að hurðinni.
Með bestu kveðju, bj.
Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.