Gráa Héraskinn

Föstudagurinn 1. júní

Ætlaði að gera þúsund hluti í morgun og leggja samt snemma af stað suður.. en neinie.. einhvernvegin verða þessir þúsund smáhlutir alltaf að allt og löngum verkefnum.. allavega gat ég náttúrulega ekki farið að heiman fyrr en ég væri búin að þvo pottþétt allan þvott og ryksuga.. því ekki kann neinn annar á ryksuguna eða hvað!!Errm og ekki gleyma að sortera sokkana.. meira bullið. En allavega náði að drulla mér af stað fyrir ellefu og sleppti nokkrum hlutum sem ég ætlaði nú svona helst að gera í leiðinni í gegnum bæinn. Náði nú samt að koma við í Hrafnagilsskóla til að pikka upp bekkjarmynd af Elvari og í Heilsuhúsinu til að tékka með teið mitt.. sem virðist alltaf vera uppselt..  Fann þennan fína héra í öxnadal og náði að halda mér á eftir honum hálfa leið en þá krafðist hann þess að ég færi framúr og notaði mig sem héraWink gaman að því.. allavega sluppum við bæði.. ég og maðurinn á gráa bílnum við allar sektir.  Snillingar.  Á leiðinni notaði ég tíman til að tala við verkfræðinginn sem var ekki klár með dæmið en sagði mér að hringja aftur um 4. og hringdi stanslaust í gluggasmiðjuna en það var aldrei svarað þar.. ætli þeir loki alla föstudaga vegna árhátíðar starfsfólks!!! Talaði líka við Erlu Jó og hún og matti voru að panta sér hjólhýsi.. HVAÐ SAGÐI ÉG.. vissi alveg að þau myndu ekki sleppa því þetta árið þrátt fyrir tilraunir til sannfæringar um annað.Wink 

Kom við hjá mömmu áður en ég fór í skólann.  Heyrði aftur í verkfræðingnum og hann lofaði að senda teikningar af tilfærslu-hugmyndum fyrir hálf fimm.. en neinei.. ekkert komið þegar ég fór í skólann.Angry Lét mömmu á vaktina við tölvuna því Siggi varð að láta gröfukarlinn vita strax svo við myndum ekki missa hann í annað verk.   Verkfræðingurinn hringdi svo um 6 og var þá eitthvað tíndur í tölvunni og gat ekki sent þetta en útskýrði fyrir mér það helsta og útfrá því tókst mér að ákveð tilfærslu á húsinu...  3 metra í suður og 4 metra fram.. taka skyggnið af anganum og  þá´ætti þetta að sleppa við meiri háttar aðgerðir í klöppinni.. en samt það þarf að fleiga þónokkuð í viðbót. svo bílskúrinn geti lækkað niður. Púff þvílíkur léttir að vera komin með þetta nokkuð á hreint. Nú þarf bara að tala við Arkitektinn og láta hann græja blað í grenndarkynningu og láta skrifa undir.. held við verðum að fara að finna okkur einhverjar mútur fyrir grannana.. erum að banka uppá með breytingar vikulegaBlush

Skólinn var mjög góður vorum með CASE TAKING í kvöld og það gekk bara mjög vel.  Var að vísu næst síðust að bera upp mitt case og var þá orðinn algerlega freðin í hausnum.. en það gekk nú samt nokkuð vel bara.  Martin sér líkur og mundi í miðjum tíma að hann hefði gleymt bókunum sínum á bílaplaninu þegar hann fór  að heiman.. hann á sér engan líkan.

Ætlaði næstum beint í rúmið eftir skóla, bara skreppa rétt til Rutar og Þórdísar og sjá kökugerðina hjá þeim.. en það reyndist vera svona agalega gaman hjá þeim að ég dröslaðist heim að verða hálf tvöSleeping  þær voru að útbúa svaka veislu fyrir útskriftina hennar Þórdisar á morgun úr listaskólanum.  Þórdís er afmælissystir mín.. erum 4 vinir Rutar sem eiga afmæli sama dagWizard merkilegt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband