Snorraverkefni.

fimmtudagur 31. mai.

DSC00289-2fór um morguninn á lóðina og kláraði að kubba húsið..setti þaksperruna með hjálp Eddu Bjarkar "hjúkk að hún kom því ég hefði aldrei náð að gera það ein"  það er komin ágætt útlit á þetta núna og næst er að loka þakinu.  Siggi kom með mat til okkar í hádeginu og herra Guðfinnur komst í hann og át hann allan.SmileWounderingég var allan daginn að reyna að ná á byggingarfulltrúa, verkfræðingi og teiknara en náði ekki í neinn nema byggingarfulltrúa seint um síðir og þá hafði hann talað við sveitastjóra sem var bara jákvæður með að færa húsið en sagði við þyrftum bara að fara í gegnum sama ferlið og síðast með að fá undirskriftir og svo þarf það að fara fyrir sveitastjórn.  Teiknarinn af gestahúsinu hringdi loks og sagðist hafa verið að klára að teikna og verið að senda þetta í póst.. ég sagði honum nú að mér hefi verið sagt að þetta tæki max 4 daga að gera þetta en nú væru liðnir 12 dagar!!! hann sagði að það hefði aldrei verið pantað eins mikið af þessum húsum og núna. AUÐVITAÐ. Smile Næst er að bíða eftir verkfræðingi um hve mikið er óhætt að færa húsið.

 Seinnipartinn fór ég til Ingu að hitta hana og Maríu Albínu og gera viðskiptaáætlunina. "framhald" gekk bara ágætlega og var mjög gaman..  Inga ætlar að setja upp í reiknilíkan og senda okkur til yfirferðar.  Hugmyndin af því hvernig þetta á að vera hjá okkur þróast smá saman þegar við förum í gegnum þetta ferli.. sem er gott því hugmyndirnar eru rosalega margar og þurfti að grisja þær og gera hnitmiðaðra.

Anna María var alsæl þegar við komum heim því hún hafði náð öllum samræmduprófunum og var næst hæðst í bekknum í stærðfræði..Wizard   Held að helgin með Mörtu hafi haft sitt að segja í þessu en greinilegt að stærðfræðin liggur best fyrir henni..   Ég skutlaði henni í bæinn til að fara  með stelpunum í bíó og halda upp á þennan merka áfanga.. hún gistir sem betur fer hjá vinkonu sinni svo við þurfum ekki að sækja hana.

kvöldið fór í  að taka mig til fyrir ferðina og Bjarka því hann fer suður með Önnu á mánudaginn til að fara í sveit með gömlu vinunum.  Voða gáfulegt að senda hann í sveit fyrir morð fé þegar maður er með sveit á alla kanta hér í kringGasphehe.  en það verður gaman fyrir hann að vera með strákunum.

Juminn ég gleymdi að segja ykkur það nýjasta.  Sigurður er búinn að taka að sér fósturbarn í sumar í þrjár vikur.!!!!  ó já það hafði kona samband við hann vegna einhvers Snorraverkefnis og var að leita að fjölsk. sem hann gæti verið hjá, það var búið að hafa samband við aðra ættingja hans en enginn gat tekið að hann að sér og auðvitað gat Siggi ekki sagt NEI.  þetta er semsagt tvítugur vesturíslendingur sem býr í Kanada og er að læra stjórnmálafræði...langamma hans og langamma Sigga voru systur.  Hann er búinn að fá vinnu á tjaldstæðinu á Hamri og mun verða hér.  ég sé þetta alveg í anda þar sem Siggi er nú ekki það mikið heima að ég muni sitja hér og spila Ólsen við hann öll kvöld í 3 vikur. ó mæ god.   En það verður að gera gott úr þessu og vera jákvæður.  hann hefur gaman að útivist, börnum og dýrum þannig að hann verður bara ÚTI með GUFFA og STRÁKANA... jáhá.. þetta verður kannski ekki svo galið Smilekosturinn sem ég sé kannski stærstan við þetta er að hann talar sænsku og mér veitir ekkert af því að bursta rikið af henni og svo er nú gott að slípa sig til í enskunni líka.  Það er nú samt alveg merkilegt með okkur hjónin hvað það virðast alltaf detta inná okkur fólk sem vantar samastaðSmile  

María amma er áttræð í dag.. mamma pabbi og Sæmi og Marta fóru til hennar með köku en ég kíki á hana á morgun þegar ég kem suður. TIL HAMINGJU AMMAInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband