Trukka-kelling

072

077Brunaði á lóðina fyrir átta í morgun og byrjaði að kubba.. juminn hvað þetta er gaman.. allavega  þetta gekk ljómandi vel og verð að koma með stiga á morgun til að gera meira..varð líka að hætta kl 11 því ég þurfti að redda smá í búð fyrir afmælisveislurnar í dag. Meðan ég var að kubba kom bíll að og var að fylgjast með hvað ég væri að gera.. einhver eldri maður og ég bara brosti til hans.. eftir smá stund kom hann útúr bílnum og sagði "á ég að trúa því að þú sért ein að byggja þetta"  Smile  hann greinilega ekki vanur trukka-kellum. ..hehe mér leið ekkert svakalega kvenlega eftir þetta.

 

 089088

Rúmlega kl 12 mættu 11 strákar í afmæli til Bjarka Rúnars og það var svakalega mikið fjör og honum var keyrt um allt í stólnum alsælum.  Strákarnir voru svo að tínast heim heim til að verða hálf 7 en þá var einmitt næsta veisla byrjuð því tengdamamma á afmæli í dag og við buðum henni, Eddu, Önnu Tobbu og Guðmundi í mat.  Þær systur eru orðnar óttalega gamlar og báðar tengdar súrefni þannig að það voru átök að koma þeim og græjum upp stigann.  en þetta gekk allt saman vel og Denný geislaði meir en ég hef séð mjög lengi.  Erla Sigrún vinkona á afmæli líka í dag og ég var búin  að heyra í henni tvisvar í dag áður en ég mundi þaðBlush  en náði að redda þessu með því að senda mömmu með pakka til hennar því hún flaug suður í dag.  HJÚKK

Ásta Lovísa er dáin..hef verið að fylgjast með henni á netinu..þetta er mikil sorg en hennar blogg hefur fengið mann til að hugsa um hve heppinn maður er að fá að vera heill og geta verið með börnunum sínum.  Hún var hetja.  Á ekki orð sem lýsa henni betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband