30.5.2007 | 00:54
Timburmenn og aðrir velunnarar
Föstudagurinn 25.mai.
Sæmi og fjölskylda komu í mislukkuðustu pítsu ever og borðuðu hana með GERVIBROSI á vör.. Íris og stelpurnar komu og Katrín varð eftir í gistingu.. rosa gott að fá að hafa hana smá...ég var búin að græja tíma í nudd og tíma hjá spákonu handa Írisi þannig að hún beið spennt eftir laugardeginum.
Laugardagurinn 26. mai
skítaveður... Gestahúsið ekki komið á lóðina..fórum í húsasmiðjuna og létum aðeins heyra í okkur og gerðum þessi ægilega fínu kaup á borvél... sem var rúmum 1000 krónum dýrari en að kaupa aukabatterí í hina velina og með þessari var líka auka batterí!! Sko alltaf að græða okkur sagt af timburmönnunum að húsið væri á leiðinni á lóðina ...með dóti sem smiðurinn var að versla i uppsláttinn.
Klippti allan karlpeninginn
BORING...en samt gaman að klippa Elvar því hann vildi nýja klippingu og endaði í rosa greiðslu..."Jogvan-greiðsla" og nú vill hann bara fá gat í eyrað svo hann rokki feitt.
Forum í fermingu hjá Árna og Sigrúnu .. mjög fín veisla heima hjá þeim. grill og læti.. Inga og Finnur komu og það var ægilega gaman að sjá þau sem aðra..og þangað komu Rut og Sebastían líka og fóru með okkur heim með stoppi í Pésanesti til að kaupa Djúpsteikta pylsu, egils appelsín í gleri og lakkrísrör.. Típísk útlendinga-nammi jhhuuu það var svo gaman að kom svo heim og fá allt gossið sem Rut var að koma með úr útlandinu... allslags remedíur sem ég hafði pantað og svo auðvitað Kitchenaid vélin
vó hvað það verður gaman að baka núna. Og um kvöldið bakaði ég og bakaði fyrir ferminguna hans Viktors en án nýju vélarinnar þar sem ég fann ekki straumbreytinn
jæja skítt með það. Við allavega töluðum og bökuðum fram á rauða nótt og Rut sem var svo agalega mikið búin að ákveða að fara snemma að sofa.
Sunnudagurin 27.mai
hugguleg systkin
Í dag er Viktor Ari fermdur fyrir austan... TIL HAMINGJU
Siggi og Elvar fóru snemma af stað til að vinna á lóðinni en ég varð eftir til að geta eytt morgninum með Ruttlunni og Sebba.. það var drukkið úr bolla en gafst nú ekki tími til að lesa í hann fyrr en daginn eftir... Rut, Sebastían og Anna María fóru svo á LJÓTA rauð á Húsavík í fermingu og komu við á bóndabæ hjá vinkonu Rutar og fóru í fjós og á hestbak... og það fór víst áreiðanlega ekki á milli mála á liktinni sem kom með þeim heim.
svo ég tali nú ekki um útlitið á Sebastían því hann hafði verið að hoppa og lent á gluggasillu og var stokkbólginn á munninum og önnur framtönnin skökk.. Á það hefur verið vont. Ég aftur á móti fór á fjórhjólinu með Bjarka um hádegi uppá lóð og var þar að vesenast. Húsið var komið og við bara stóðum og snérum og fléttum þessum teikningum endalaust og ég gat ekki séð neitt annað útúr þessu en bara mynd af básum í fjósi.!!. Á fólk almennt að skilja þetta???? og svo toppaði nú
alveg þegar ég sá skrifað að þetta tæki max einn og hálfan dag!!!! jájá einmitt og ég var nú þegar búin með hálfan bara við það að sjá hvað væri á þessum teikningum..Ég hringdi S.O.S í Sæma bróðir og hann kom um hæl og lagðist yfir þetta með okkur og úr varð að hann varð eftir og hjálpaði okkur að byrja á grindinni
Sæmi skipaði Sigga fyrir með harðri hendi eins og þið sjáið.....DJÓK
Um kvöldið kom María systir á loðinna og ég fór með henni og Mörtu á Dalvík til að skreyta salinn og setja á kökur.. vorum að til 3 um nóttina og ó mæ god hvað það var mikið hlegið og fíflast..Hitti Jón Ægi og það var ægilega gaman að sjá hann eftir öll þessi ár.. held það séu að verða 7 ár síðan við sáumst siðast.. púff hvað tíminn líður.. en svo sem engar stórvægilega breytingar a honum.. jafn jarðbundinn og settlegur og áður
Gestir á lóð í dag: Edda Björk -Anna Tobba - Guðmundur - Stebbi - Kiddi - Mamma - Pabbi - Sæmi - Marta - Bára - Brynja - Björk - María - Íris - Sveinn granni -
Mánudagurinn 28 mai
Dagurinn byrjaði með símtali frá smiðnum. þeir mættir á lóðina til að gera sökkulinn undir íbúðarhúsið og sáu þá að þetta er ekki að ganga. þeir hafi mælt eitthvað vitlaust og austurveggurinn sé 5 cm frá klöppinni... ekki séns fyrir mig að opna hurðir aftan við húsið og hvað þá að dreina.. ég náði ekki að vera neitt sérlega reið því eiginmaðurinn TROMPAÐIST
það var ákveðið að hittast morguninn eftir með byggingarfulltrúa og fleirum og skoða þetta.
Um hádegi var brunað á Dallas city í ferminguna sem tókst svaka fínt.. fermingarbarnið geislaði og maturinn ofsa vel lukkaður. Ég fór í bæinn með Maríu og Einari eftir tiltekt og beint á lóðina þar sem strákarnir voru byrjaðir að djöflast við að setja meiri styrk í gestahúsið... Við mæðgur umstöfluðum öllum bjálkahúshaugnum því auðvitað voru grunnspíturnar neðst!!! mjög smart.. Sæmi og Bára komu um kvöldið í vinnufötum og það var hafist handa við að sortera allar spýtur og setja fyrsta hringinn í bjálkunum.. húsið stillt af og þessháttar.. sáum að það vantaði helling að drasli í þetta. þetta var yndislegt kvöld, stafalogn og rauðglóandi himinn, ROSALEGA flott útsýnið af loðinni. um miðnætti vorum við að tía okkur heim en þá vildi Bjarki sýna okkur eitt stökk yfir skurð sem endaði með þeim ósköpum að hann rak tánna í þúfu og lenti á höfði og hné á í botninum... Við vorum vorum viss um að barnið væri hálsbrotið en hann öskraði bara gríðarlega að það væri bara fóturinn.. ég ætlaði ekki að þora að taka hann úr buxunum því ég var svo hrædd um að hann væri brotinn.. hann fann svona gríðarlega til í lærinu og mjöðminni.. honum var dröslað inní bíl að lokum og ætluðum að bruna með hann heim.. en viti menn bíllinn var RAFMAGNSLAUS það hafði gleymst að slökkva á spennubreytinum sem er notaður í DVD spilarann.. ohhh dem. Stebbi granni var sem betur fer ekki sofnaður og gaf okkur straum... Mikið var gott að þessi dagur var búinn..
Þriðjudagurinn 29 mai.
Bjarki gat sig hvergi hreift þegar hann vaknaði og ég ákvað að fara með hann á slisó til að tékka hvort þetta væri allt í góðu..jájá bara mikil tognun í rassi læri og nára.. doktorinn segir að þetta geti tekið mjög langan tíma.. GUÐ MINN GÓÐUR og hann er að fara suður til að fara í sveitabúðir með gömlu vinunum eftir helgina meðan ég ætlaði að vinna í borginni... TÍPÍST..ég skutlaði honum heim og setti í skrifborðsstól á hjólum og lét Elvar sjá um að keyra hann á klósett og fylgjast með honum.
Brunaði uppá lóð og fúavarði grindina á gestahúsinu.. eftir að hafa farið um allt að leita að penslum.. nú eru bensínstöðvar ekki með neitt svona lengur..nei nei.. bakarísbrauð og pylsur og mjólk hafa tekið völdin.. bensínbúðavörurnar fá endann á einum rekkanum !!!! Byggingarfulltrúi og mælingarmaðurinn á verkfræðistofunni komu ásamt smiðnum og okkur.. það voru skrautlegar umræður og hlaup með mælitækið og alltaf kallaði hann uppfyrir sig og saup hveljur. Byggingarfulltrúi spurði mig hvernig mér hafði dottið í huga að byggja svona hús í þessu landi en ég gat nú bent honum á að ég hefði komið til hans til að fá uppi hvaða möguleika ég hefði á húsi og hann hafði þá tekið skírt fram að það skildi vera eins og reglugerðin segði til um!!!! ég benti honum á að eina húsið sem mögulega væri gáfulegt að byggja á þessari lóð úr þessu væri súrheysturn nú svo byrjaði umræðan um hvort við mættum færa húsið enn framar útfyrir byggingarreit og það var nú hreint ekki sniðugt í byrjun en í lok umræðu var það
auðvitað eina vitið að þeirra mati að gera það... RAGNAR REIKÁS hvað?? verkfræðingurinn sagði mig vera agalega í samskiptum því ég hefði beytt hann allt að fjárkúgun og ekki nokkur leið að segja nei við mig
hvaða hvaða. Allavega nú ættlar hann að teikna útfærslur af planinu ef við færum husið enn framar og 5 metra í suður...því það er aðalvandamálið að það sé ekki svívirðilegur halli uppi bílskúrinn. þetta þarf allt að fara fyrir allar nefndir á ný og grendarkynning og allur pakkinn... við erum að tala um hellings seinkunn.. fyrir utan að að er nú ekki viss að við fáum á næstunni einhvern til að fleiga þetta og grafa. byggingarfulltrúi ætlar að tala við sveitastjórann og heyra hvað hann segir áður en við æðum að stað í allar breytingar á teikningum og fleira.. Byggingarfulltrúi æddi svo uppað grindinni á gestahúsinu og byrjaði að segja þetta allt kolólöglegt ...uppistöður ættu að vera steiptar niður en ekki rafmagnsstaurar og fleira og fleira. jæja þeir fóru svo og ég gat byrjað að leika mér að kubba ómöglulega húsið... og svona leit það nú út þegar ég fór heim um kvöldið.. náði í mömmu niður í Rán því hún ættlar að gista hjá okkur í nott og fór yfir rafmagnsteikningarnar með Sollu í leiðinni.. þetta er að verða voða fínt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.