Heima-hangandi

Já það er víst eins gott að ég er heimahangandi húsmóðir... maður er bara eins og í hálfu starfi í skóla barnanna.. ég var t.d í honum í dag frá hálf eitt til hálf 5.  Ekki misskilja mig því ég hef mjög gaman að þessu... þar sem ég hef tækifæri til þessa alls.. en ég vorkenni sveittu foreldrunum sem koma á harðahlaupum allt of sein og örugglega með misánægða yfirmenn eftir í vinnunni..og það er allt of stutt síðan ég var í þessari stöðu að koma allt of seint eða komast bara alls ekki.. Því það að vera með 3 börn  í skóla og tónlistarskóla og íþróttum er sko bara aldeilis heill hellingur.  Allstaðar er verið að auka samstarf foreldra á þessum stöðum og það er yndislegt að hafa kost á því að taka svona mikinn þátt í þessu öllu en stundum er gott komið of langt framyfir gott. Í dag var skráning í tónlistarskólan fyrir næsta ár.. og lauk skráningu kl 1 í dag og ekki tekið við skráningu í gegnum síma!!..og svo var kynning hjá báðum drengjunum á starfi sínu í vetur.. sem var rosalega skemmtilegt og þeir þvílíkt stoltir með sig... gaman hvað starfið gegnur mikið út á jáhvæða hluti og að draga fram kosti hvers og eins og lofa þeim að njóta sín.   Allstaðar heyrir maður að foreldrar eru að kikna undan þessu og þá sérstaklega í íþróttarstarfinu því það gengur allt útá það að vera AFBURÐAR í greininni og það krefst þess að börnin þurfa að mæta 100% á æfingar því annars eru þau ekki að funkera innan flokksins.. og þá krefst það þess að fjölskyldur þurfa að haga öllum fríum útfrá því og það er ekki hlaupið að því að finna lausar helgar þegar það er verið  að keppa allar helgar hjá sitthvoru barninu.Smile  Er samt ekki svolítið skrítið að við hlaupum á eftir þessu!! þurfa börnin ekki að læra að það er ekki hægt að vera allstaðar og eru það ekki í raun við foreldrarnir sem verður að stjórna þessu svolítið en ekki láta tómstundirnar stjórnar fjölskyldunum..þarf ekki að fara að afnema þessa stjörnudírkun í barnastarfi.....og gefa öllum börnum færi á að stunda íþróttir... því ekki eru þær nú ókeypist!!  auðvitað verður maður spenntur ef barninu mans gengur vel en það er spurning að reyna að ná upp gamla ungmennafélagsandanum þar sem allir voru mikilvægir fyrir heildina... meira að segja ég fekk að vera með..   ÁFRAM DAGSBRÚN   hehe

Ég fór á arkitektastofuna og drengurinn var ekki búinn með þettaAngry en lofaði að skila þessu inn til byggingafulltrúa á morgun.. eins gott að hann standi við það blessaður.  Fekk formlegt bréf í dag um samþykkt fyrir allt að 20 fm aukahúsi á lóðinaGrin   Húsið var komið í Húsasmiðjuna og verður keyrt heim á lóð á morgun... kanski við getum byrjað pínu seinnipartinn á morgun að skoða þetta.. það verður gaman. 

Keypti í bakkelsið fyrir ferminguna hans Viktors... nú er eins gott að þessi handsnúni ofn klikki ekki... reddaði líka bökkum undir og formum fyrir kransatertuna.. og það er bara fimmtudagur.. hver segir svo að ég sé alltaf á síðustu stundu!!!  hehe ættli ég verði svo ekki á sunnudagskvöldi fram á nótt að baka.Grin  Hlakka til að sjá Viktor og krakkana á á sunnudaginn því það er HRÆÐILEGA langt síðan ég hef séð þau.  Svo koma nú Sæmi og fj og gamla settið  og íris og stelpurnar  á morgun og svo fjölgar þessu dag frá degiW00t  þetta á eftir að verða WILD helgi..  

Elvar fór á bekkjarkvöld áðan og var svona ægilega gaman.. allir að byrja með öllum!!!..en hann ættlar að bíða eftir sinni draumadís.. hún er nefnileg á föstu núna.. Var þetta svona þegar ég var 11??  nei nei  alveg VISS.  Nú svo kom nú Dýrhildur heim rétt í þessu úr ferðinni hund-lasin... full af kvefi og fínheitum.. en voða sæl með allt saman.. að ég held því hún er svo úldin að ég hreinlega á erfitt með að einbeyta mér. eins gott að það eru ekki lifandi blóm hér inni því þau væru öll dauð núna.Sick hún verður mareneruð í hvítlauk á morgun...í eyru - nef og munn. Cool

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband