23.5.2007 | 23:12
Vera mín!
Vera hringdi í kvöld.. ég skamast mín að vera ekki búin að hringja í hana... Vera er grannkona mín úr Mos. Held ég hafi bara aldrei átt eins góðan granna.. það var margt brallað saman, allt frá þvottavélaviðgerðum í svakalegar fjallgöngur..spjallað í blómabeðum eða yfir Rauðu í eldhúsinu eða i pottinum.. Vera er ótrúlega greiðagóð og ávallt EKKERT MÁL með alla hluti.. Þegar við fluttum í Mos var hún strax komin að bjóða fram aðstoð sína ..Við söknum hennar og strákanna hennar rosalega.
Myndin var tekin þegar við fórum nokkrar vinkonurnar í jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuhals.
Í dag fór ég til arkitektsins.. og hann var þá farinn til spánar!!! og teikningarnar ekki til. en einhver stráklingur á stofunni lofaði að klára myndirnar af sökklinum fyrir hádegi á morgun.
Sigrún hringdi og við áhváðum að fara saman að borða.. langaði að vera útaf fyrir okkur og fórum þvi í salatbar Hagkaups og settumst svo út í sólina sem lét sjá sig í korter í dag.. að vísu voru þetta sýningar-sólhúsgögn.. og vöktum við óþarflega mikla kátínu margra sem áttu leið um.. spurning að taka með sér pylsur næst og prufa grillin þarna. Sigrún var HIMINSÆL .. ekki að spyrja að því.
Heyrði í Önnu aðeins og hún alsæl í borginni... keyrandi um í lommósínum og voða sport,búin að fara í rafting - hestbak - adrenalíngarðinn - bowling - luxusbíó.. verður gaman að fá hana heim og heyra alla ferðasöguna... að vísu var hún fúl yfir því að það er búið að fresta kastljós-uppákomunni. þannig að hún missir líklega af þvi þar sem hún er að fara út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.