23.5.2007 | 00:10
millistikkið
Mér líður eins og millistikki í dag. furðulegt með þessa iðnaðarmenn.. þeir virðast ekkert geta rætt saman. láta mann bera allt á milli sína.. og þar með talið skítkast og leiðindi.. Á MJÖG ILLA VIÐ MIG. Skil ekki í sambandi við iðnaðarmenn.. afhverju segja þeir ekki bara satt!!! að þeir komi ekki í dag eða að þeir tefjist.. eða eitthvað annað en segja alltaf að þeir séu að koma og koma svo ekki??? bara algerlega ómögulegt að skilja þessa samskiptartækni. Ég yrði bara alls ekkert fúl ef það yrði sagt við mig "Guðrún mín ég bara kemst ekki í dag því verkið sem ég er í seinkar" nú Þá yrði ég kanski pínu fúl en myndi samt alveg skilja það og ekki verða galin að bíða allan daginn eftir þeim... fattiði? kanski ég þurfi að fara að halda IÐNAÐARMANNASAMSKIPTARNÁMSKEIÐ
En kanski er mér ættlað að byggja skel utanum mig sem lætur mig hætta að taka allt inná mig og vilja alltaf að allir séu vinir í skóginum. Kannski þetta sé bara guðsblessun að vera millistikki iðnaðarmanna.
en semsagt lóðin er algerlega óbreytt síðan í gær.
Ég setti mig í stellingar og fór í bankann í dag, straujuð, nýgreidd og máluð í saklausum tónum. Hélt ég þyrfti að leggja fram allslags gögn og þannig til að fá að vita hvort þeir myndu lána mér peninga þegar ég væri búin með mína.!!! ó neinei.. var ekki einusinni spurð um kennitölu ... bara hvort ég væri í viðskiptum við þá..FRK þjónustufulltrúi sagði mér bara að hringja þegar mig vantar pening og þá verði sett inn heimild og ekkert mál.. og svo þegar húsið er til taki ég bara lán og borgi upp pakkann.. er nú ekkert sérlega spennt fyrir 16.9% vöxtum á yfirdrætti. þegar íbúðalán eru með 4.9% vöxtum.. en ættla nú að hugsa þetta smá og sjá til hvað ég geri.. kannski mér verði boðið betri díll annarstaðar. væri vel þegið að fá smá ráðleggingar um þetta. nema ég bara hringi á morgun og láti setja inn heimild og stingi svo af til HONDURASS.. right.. neeeeeee er með nógu stóran rass.
Það var hverfisfundur í kvöld í Brúnahliðarhverfinu.. allir mættir nema hjónin á Álfaklöpp þannig að nú hef ég hitt alla grannana. þetta er hörkulið og situr ekkert á skoðunum sínum.. það var mikið og hátt talað, gaman að því. það sem er EKKI hvetjandi er að fólk klappar manni á öxlina og segir.. uff ég fæ bara hroll þegar ég hugsa hvað þú átt fyrir höndum næstu mánuðina.!!! segið mér ... er sjarminn farinn af því að byggja.. er það out? eða voru þau bara sérlega óheppin í þessu ferli sínu.. vona að það sé þetta síðarnefnda .. því ég ættla ða hafa þetta sjarmatímabil sem ég horfi til baka með stolti.. eins gott að ég lesi þetta á hverju degi til að muna það
góða nótt allir og Sæmi ég bið að heilsa þér.
Athugasemdir
Takk sömuleiðis.
Þetta blogg er alveg frábært, nú þarf maður ekkert að hringja í þig lengur til að afla frétta.
Sæmi (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.