22.5.2007 | 08:27
Gluggagæjir.
Gærdagurinn byrjaði með látum þvi Siggi var að fara suður að vinna og Anna var að fara í skólaferðalagið og drengirnir í skólan og mamma og pabbi að leggja í hann suður að vísu með vinnustoppi hjá pabba á Siglufirði..no comment um það að mamma fór með og beið í bílnum í fleiri klukkutíma á meðan.
allavega það var verulega hljótt rúmlega 8 þegar við Guffi vorum eftir hér tvö
Guffi var að vísu svo ægilega þreyttur eftir lætin á lóðinni deginum áður að hann bara nennti ekki með mér í göngu..stóð bara í hurðinni og horfði á mig, teigði sig og lagðist á mottuna.. þannig að ég lofaði honum bara að vera heima að sofa á meðan.
Stjáni Kyntröll hringdi út af Gluggasmiðjunni og Siggi fór uppeftir og sá þá að þetta tilboð var gert í allt öðruvísi glugga.. að vísu mun vandaðari gluggar en með mun breyðari póstum.. þannig að í dag verð ég að fara og líma hvítt límband á glugganan hjá Helgu granna og sjá hvort mér finnist þetta ekki skemma útsýnið að breikka þetta.. voða flækjur alltaf hreint.
Ég fór með grendarkynninguna á hreppsskrifstofuna og Bjarni sagði mér að það yrði fundað á morgun "í dag" um málið. Kom við á lóðinni og kíkti hvað hann hefði gert og mér sýnist þessi púði vera klár.. allavega allt þjappað og fínt núna. Ekkert sást til smiðanna á minni lóð en ég sá að þeir voru á fullu að vinna á Lúlla lóð. Lúlli - labbakútur hefur nú líklega örlítið meira tak á þeim en ég.. enda á ég ekki banka og flugvél.
sem væri nú samt ansi huggulegt því þá þyrfti ég ekki að fara í dag í bankann og ath með hvernig lán ég á að taka. Og þá væri ekkert vesen að komast suður í skólann og svona ef eg væri með flugvél.. En svona svo þið vitið það þá er bílskúrinn minn stærri en hans ...en bílskurshurðin hans er breiðari... það er nú kanski svo hann komi flugvélinni inn... jájá iðnaðarmennirnir eru nú með þetta á hreinu hver er stærstur hvar.
Ég fór svo inní bæ og ættlaði að fara í búð en þá hringdi tannlæknirinn og ég átti að vera þar með Elvar.. steinglymdi því auðvitað þannig þá hóft leitin að kauða en hann fannst hvergi.. fór til afa sins eftir skóla og þeir bara gufaðir upp.. en fundust nú fyrir rest í sundi.
þá var ég búinn að missa tímann hjá tannsa og fer í staðinn á eftir til hans með dýrið. Bjarki hringdi og var búinn á frjálsíþróttaræfingu og ég að stað að ná í hann.. og gleymdi því algerlega að fara í búð..alger gufa.
Inga Magg og María Albína komu seinnipartinn til að gera viðskiptaáætlunina.. Við fengum nefnilega stirk til að stofna fyrirtæki á vegum Vaxtasamnings Eyjafjarðar. þetta gekk svona ágætlega þrátt fyrir öll dýr og börn. Var að spá í það þegar þær voru farnar.. að aldrei myndu karlmenn gera þetta.
Við Bjarki vorum búin að baka köku og það bjargaði hlutunum í byrjun en auðvitað voru langtímaáhrifin að sykrinum kanski ekki beint góð
Inga og ég höfum þekkst mjög lengi og Inga er Fyrsta sambýliskona mín. já já við leigðum saman í denn í Tjarnarlundi og það var svaaaaakalega skemmtilegt. Svo bjó ég heima hjá henni á Stað þegar ég vann í Staðarskála..vorum eins og samlokur á þessum árum. Hún er alger orkubolti..er íþróttarkennari í MA og er með ungabarnasundið líka hér á Akureyri ásamt mörgu fleiru.. "líklega ofvirk". María Albína er með Ingu í Nuddskólanum og ég kynntist henni bara í gegnum Ingu. Hún er hjúkka með kennsluréttindi og er forstöðumaður á Öldrunarheimilinu í Kjarnalundi og kennari í Fjarnámi VMA og HA.. fráskilin 3ja barna móðir.. kjarnakona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.