Gestabók..

Siggi og Elvar fóru á fjórhjólinu yfir á lóðina í dag og við hin svo á eftir með nesti og allt hafurtaskið.. hjúkk að maður er ekki á yaris .. öll verkfærin kæmust aldrei um borð ásamt börnum og hundi.. Kipptum Önnu upp á Hrafnagili því hún svaf þar..blessunin... og var líka svona upprifin að koma með okkur á lóðina að vinna.. en það er ekki tóm sæla að vera unglingur..Frown og enn ömurlegra að fá enga vorkunn..en það kom nú smá bros á hana núna í kvöld þegar hún fekk að keyra á leið í bæinn.W00t

Við veltumst þarna um í moldinni og vorum með tommustokk og réttskeið og allslags hjálpartæki og þrættum um hvernig fynna ætti réttu hornin.. og svei mér þá, það leynist ekki nokkur verkfræðingur í mér... en mér tókst nú sat að finna þetta nokkuð út fyrir rest. og láta Sigga trúa því að þetta væri rétt..Whistling

nestibjarkiMamma og Pabbi komu og drukku með okkur í hádeginu í lautinni góðu. Og drifu sig svo í heimsóknir í bæinum.  Bjarki mátti ekki vera að því að drekka með okkur því hann var að keppast við að fylla uppí skurð!!

 

siggvall Valli kom líka að hjálpa til og fór ófáar ferðirnar með hjólbörurnar.. 70 og eitthvað hvað!!!

 

Bjarki var kominn með vin undir arminn strax um hádegi og horfinn með honum inní Karlsberg.  Elvar bara stóð og horfði á þetta og spurði svo "hvernig fer hann að þessu, hann finnur sér allstaðar vini"  já það er ekki slor að hafa þá hæfileika. 

 

Við vorum boðin inní kaffi í Brúnuhlíð 2 og þvílíka hlaðborðið eins og æfinlega á þeim bænum.. þar voru Gulli Búi og Sygna og voða gaman.  Stebbi ráðlagði okkur að fá okkur gestabók strax í byrjun því það væri voðalega gaman að sjá hve margir eru að koma á góðum dögum í heimsókn.. rétt að droppa við á rúnntinumHappy   ég ættla bara að skrifa það hér fyrir neðan færslurnar..þá sem ég man.. þar til kofinn verður til.. þá get ég sett bók þar.

Gröfukarlinn ekki kominn um 3 og þá hringdum við í hann og hann sagðist alveg vera að koma .. hann kom svo hálf 6 og ættlar að djöflast í kvöld við að klára þetta. 

Við Anna fórum svo á fjórhjólinu heim því prinsessan er að fara í skólaferðalag á morgun og þarf að taka sig til.  5 daga ferð og þvílíkt prógramm í gangi.. meira að segja 3 þeirra að spila og syngja í kastljósi með frumsamið lag á fimmdudaginn.. hæfileikaríkir ormar í þessum skóla. 

Gestir: Valli - Mamma - Pabbi - Gunni Karls og frú - Stebbi - Helga - Jökull litli - Thelma

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alla malla maður bregður sér af bæ í nokkra daga og það er bara allt að gerast. Hlakka til að koma yfir og kíkja á herlegheitin.

Sjáumst, Kv. Alfa

Alfa (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband