20.5.2007 | 00:15
Slidda - rigning - kuldi
já maður getur nú ekkibeðið um gott veður alla daga.. held það eigi nefnilega að vera gott á morgun. við allavega ekki í stuði til að fara að moka á lóðinni í dag þannig að Siggi fór að gera við bílinn og ég og strákarnir fórum í bæjarferð.. í húsasmiðjuna að kaupa smotterí í litla húsið og til tengdó. Sú gamla nú öllu skárri en í gær.
Pabbi kom hér með rútu um hádegi með hóp fólks... þessa helgi er rejunion hjá Laugaskóla og eru að ég held 45 ár síðan þau voru þar.. þetta var hið hressasta lið sem fór í súpu og fínerí á smámunasafninu hér niðri og börnin fóru niður ... því afi vildi nú fá að monta sig á barnabörnunum.. ég náði að koma mér undan því.
Smiðurinn kom á lóðna í morgun og merkti og mældi allt fram og til baka.. og nú er hann 90% viss um að það þarf ekki að fleiga meira. HJÚKK.. Gröfukarlinn er ekki búinn að gera allt sem hann á að gera.. veit ekki hvað er í gangi... en nenntum ekki að hringja og vera leiðinleg.. latum smiðinn um það bara
Nú er ég búin að fatta hvernig ég set inn myndir þannig að ég mun bæta inni færslurnar hér á undan smá saman... Duglegust..ha?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.