18.5.2007 | 23:01
Gufunes-radíó!!
ó já.. það er sko allt að gerast núna.. mættum á arkitektastofuna i morgun til að ná í grendarkynningardótið.. en á var það ekki til að við máttum koma aftur kl 2 að ná í það. Hreppsskrifstofurar loka sko kl 2.. en jæja.. við áhváðum þá að hringja bara í Bjarna og ræddum við hann.. og það var áhveðið að þetta væri í lagi..þannig að nú mætti redda teikningum að húsinu og leggja inn til byggingarfulltrúa og skila inn grendarkynningunni.
jhíííhú.
fór með fordinn í skoðun og hann flaug í gegn.. hann sagði að ég hlyti að keyra of hratt því klossarnir voru orðnir slitnir.. og samt frekar nýjir.. en iss hlusta nú ekki á svona bull.. keyri alltaf MJÖG rólega.
fórum yfir á lóð og mamma og pabbi komu lika þangað. herra gröfukall auðvitað ekkert búinn að gera.
þannig að það var hringt örlítið pirraður í hann og hann lofaði að koma um kaffi og klára þetta í dag.. Smiðurinn kom lika og sagði að þeir væru klárir núna og það yrði bara að klárast að gera púðann Í GÆR.
Fórum í hádegismat á Greifann með herra Gufunesradíó og mömmu. pabbi taldi sig vera að hvísla um fólk á næstu borðum en ég sver það að fókið sem keyrði framhjá heyrði ALLT sem hann sagði.. Dísesss maðurinn verður að fara að fá sér heyrnatæki.. næst verður bara farið með hann í lautarferð. ég bara þakkaði fyrir að síminn hans hringdi ekki lika því þá hefði bara þurft að loka staðnum vegna hljóðmengunar... maðurinn þarf ekki síma innanlands... það er alveg deginum ljósara.. En þetta var nú samt mjög gaman.
nú eftir matinn var að ná í dempara fyrir rauða vibbann..ég bara get ekki vanist þessum bíl.. hann er svo eitthvað ógeðslega illa lukkað eintak... nú allavega.. Siggi hljop inní bílanaust að ná í þá og svona til að þið gerið ykkur grein fyrir því hvað hann er alltaf lengi inní búðum þá sat ég í bílnum á meðan og náði að hringja ...heim-tengdó-elliheimilið-erlu- sigrúnu- og svo kom Gunni frændi inní bílinn og kenndi mér helling á GPS tækið þannig að þið sjáið að siggi og búðir eru ekki snögg-afgreiddar.. bara átta mig ekki á þessu búðaveseni.. ég bara get ekki ÞOLAÐ að fara í búðir.. það er eins og það þykkni upp inní mér og þoka niður fyrir háls því ég sé ekkert og heyri bara suð..já og bara liður illa.. en ég eyði ekki á meðan.. það er nú plúsinn við þetta
nú svo var náð í teikningarnar og farið til Árna að fá lánaðan járnkarl.. í Húsasmiðjuna og panntað gestahúsið og keyptir vinklar og boltar í grindina á því...á og ein malarskofla.
heim og skipt um föt og farið yfir á lóðina og byrjað að moka og moka holur fyrir staurana.
ótrúlega þægileg tilfynning að vera byrjaður á þessu ... náðum að grafa fyrir 3 staurum og festa tvo..maður varð nú bara pungsveittur af þessu.. gríðarlegt þrek í manni..
Gröfukallinn var ekki kominn þegar við komum um 6 leitið á lóðina og við hringdum í hann tila ð ath hvenær kaffi væri hjá honum og hann kom stuttu síðar og ættlaði að byrja að vesenast en þá fór ekki beltagrafan í gang og það þurfti að bíða eftir varahlut... og svo kom nú hann og í gang fór hún og hann kláraði að jafna út grjótið.. þá ættlaði hann að fara að þjappa.. en þá ættlaði dráttavélin aldrei að fara í gang .
loks fór hún í gang og hann fór eina ferð eftir lóðinni en sat þá fastur... dráttavelin of létt fyrir þjöppuna... segi nú bara.. er þetta í fyrsta skipti sem maðurinn er að gera þetta.. þannig að hann þurfti að fara heim og ná í aðra vél.. og var ekki kominn þegar við fórum rétt fyrir 9.. og hanns em var búinn að lofa smiðnum að vera búinn með þetta í fyrramálið. en nóttin er ung.. hver veit hvað gerist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.