14.5.2007 | 21:19
Nágrannar.
Já það getur skipt öllu máli að hafa góða nágranna.. ég hef sem betur fer alltaf átt góða nágranna. þið vitið nú hvað það getur verið smitandi ef nágranninn er að gera eitthvað.. eins og ef einn í götunni fer út að þvo glugga er hálf gatan farin að gera það líka. Nú en ég held að bróðir minn sé alveg að tapa sér í grannamálunum. Hann á semsagt granna sem heitir Jón og er einn af þessum ofvirku sem er alltaf að gera eitthvað. um daginn var Jón að mosatæta og þá þurfti nú minn maður að fara og skoða þetta og endaði með að fá lánað hjá honum tækið og mosatætti allt sem hægt var.. svo var Jón að klippa runnana með einhverri rosa klippu og það var sama sagan að minn var búinn að fá hana lánaða og klippa allt sem hann gat klippt..en nú í morgun hringdi Marta mágkona og sagði mér að nú væri hann algerlega búinn að tapa sér og mér myndi aldrei gruna hvað hann væri búinn að fá lánað hjá honum Jóni núna jújú hann hafði farið út um morguninn og ættlað að reita arfann í beðinu, og hún skrapp í búð á meðan, en þegar hún kom heim var risa grafa í garðinum og í henni sat Sæmundur með rjóðar kinnar og glampa í augum, eins og barn í sandkassa og búinn að grafa upp hálfa lóðina!! jú hann Jón átti semsagt gröfu sem hann var að nota í garðinum sínum og sagði honum að hann mætti endilega fá hana lánaða ef hann vildi og hann auðvitað gat ekki látið það vera.
Ég verð nú bara að segja að þetta er ólíkt Sæmundi, því alla tíð hefur hann verið þessi óþolandi skipulagði bróðir sem aldrei gerir neitt nema vera búinn að safna sér fyrir hlutunum og hugsa um það í marga mánuði eða ár. Allt er planað...ALLT. en það er eins og öll þessi fæðingarorlof sem hann hefur verið í undanfarin ár.. hafi breytt honum í mig því hann er farinn að taka skindi áhvarðanir og framhvæma þær áður en hann er búinn að hugsa hver útkoman verður.. segi nú bara... fer þessum fæðingarorlofum ekki að ljúka??? börnin fara að flytja að heiman!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.