13.5.2007 | 23:24
Hvar er sumarið?
Hríð var það sem ég sá þegar ég fór framúr í morgun.
Ég sem ættlaði að fara að klippa hekkið og gera fínt. En við létum þetta nú ekki skemma daginn og drifum okkur í fjórhjólaferð uppí dal, mjög gaman og alls ekki eins kalt og ég bjóst við.
Eftir hádegi voru tónleikar í Laugaborg á vegum tónlistarskólans, og var Elvar að spila.. að vísu var hann nú alvega með það á hreinu að hann væri orðinn það góður að hann ættlaði nú ekkert að vera endalaust að troða upp svona FRÍTT!!!
gott að hafa sjálfsálitið í lagi. Hann spilaði algerlega hiklaust og öryggið var algert.. man að ég hélt tónleika í denn og ég var ekki aldeilis svona borubrött, það var magapína og skjálfti og að lokum grátur fyrir framan alla gestina..
Við brunuðum svo í kaupstað og tókum tengdó á rúntinn í Brynju-ís og svona klassískan sunndagsrúnt. Fórum yfir á lóð ... og það var MJÖG gott þaðan að frétta.. bara eins og hann hafi gefið sig herra Ólafur Liljurós því þetta er nánast á enda með að brjóta.. en kemur betur í ljós þegar þeir eru búnir að hreinsa mulninginn í burtu. Það hefur kanski bara verið rabbabarinn sem virkaði á hann.. eða jólatréið litla.. hver veit!!! Fleigara-drengurinn sagði að þetta hefði verið mun meira hjá Jóhannesi í bónus!! munurinn á því er kanski helst sá að hann hefur efni á þessu en við ekki..
Við vorum ekki komin með nóg af útiveru þegar við komum heim um kvöldmat þannig að við tókum annan rúnt upp í dal, en núna lét ég skilja mig og Guffa eftir uppfrá og við löbbuðum heim í kyrrðinni.. að vísu með 10 hross á eftir okkur sem eru greinilega vön að vera fóðruð úr vösum því þau voru endalaust með snoppuna í vösunum hjá mér
Guðfinnur var svo þveginn og LOKSINS klipptur.. þannig að nu er hann orðinn ægilega huggulegur. var að vísu hundfúll á meðan en ekkert á við hvernig hann lét hjá klipparanum um daginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.