Ólafur Liljurós.

Þessi dagur var rólegur.  Ég hringdi í Norðuroku og fekk upplysingar um að ég þyrfti að fylla út umsókn og senda inn snið eða sneiðmynd (man bara aldrei hvað þetta heitir) þannig að  hitaveitan er að komast á hreint... Búin að byðja arkitektinn að senda þessar myndir.  Nú svo hringdi Helga granni með þær fréttir að það stæði bara bunan úr vatnskrananum á lóðinni.. Ó mæ god hver hefur skúfað frá honum sagði ég.. hún hélt það hefði nú bara ekki verið nein umferð framhjá og engir verið á lóðinni!!  Jahérna hvernig stóð á þessu?? hafði ég eitthvað misskilið samþykki Álfanna?? voru þeir strax byrjaðir að andmæla??  juminn ég varð bara að drífa mig og ath hvað væri í gangi... og af stað fór ég í gulu stígvélunum og með skóflu og fötu með rabbabarahaus og einu jólatré sem datt í hana í gærkvöldi eftir langan göngutúr uppí fjall með Guffa mínum.  það var bara allt á floti við lóðina og ég var orðin rennandi blaut að reyna að komast undir bununa að krananum.   Ekkert bar á Ólafi Liljurós, en ég hef nú heyrt að hann geti verið ansi þrjóskur í samningum.  Ég sagði honum að ég hefði komið færandi honum gjafir og myndi setja rabbabarann ofarlega í reitinn þannig að ekkert myndi vera hróflað í honum.. nú og stakk svo litla tréinu niður í eina af holum Magga moldvörpu.  strakarstrákarnir voru með og ekki voru þeir ánægðir með  að ég væri þarna komin með rabbabara en væri samt ekki að gera neinn almennilegan grænmetisgarð.. Bjarka fannst nú að við yrðum að fara og kaupa okkur líka gróðurhús á lóðina svo hann gæti farið að rækta blóm.  Elvar er komin með stað á lóðinni þar sem hann ættlar að reisa hljómsveitarhús.. en málið er að hann vill svo stórt að það sé hægt að hafa svið inní því.. lámark 25fm.  jájá.. einmitt það er örugglega ekkert mál..eða hvað???Whistling

 Við lóðareigendurnir tveir fórum svo í vettvangsferð í Tengi og húsasmiðjuna.  skoðuðum hvað væri í boði í sambandi við gólfhitann (þráðlaust eða ekki?) og erum engu nær.. og svo skoðuðum við sturtuklefa - blöndunartæki - glugga - garðskúra sem hægt væri að nota sem vinnuskúr fyrst um sinn - klósett og margt fleira.. en komum bara út með hekk-klippur...  hugsa samt að þær eigi nú ekki eftir að nýtast okkur neitt í byggingunni, en gömlu eru tíndar.  ég horfði á Sigga á leiðinni frá búðinni og spurði hvort þessi búðaleiðangur hefði skilað einhverjum árangri en hann var jafn heiladofinn og ég eftir þetta og hristi bara hausinn.  Í HVAÐ ERUM VIÐ KOMIN!! Frown

Í kvöld hringdi smiðurinn og sagðist vera staddur hjá Malaranum og þetta væri ekki gott.. þessi klettur væri bara eins og demantur!! þetta myndi taka mun lengri tíma en þeir héldu.. hann væri búinn að vera að hamast á þessu en það varla kæmi far í steininn.. já það er ekkert slor undirlagið í eyjafirðinu.  Ekki von að það spretti hús eins og sveppir um alla Vaðlaheiði ef þetta er bara dementanáma.  Smiðurinn telur að það verði að mjaka húsinu eitthvað meira til.  jájá.. við endum kanski bara eins og skúrinn við gönginn.. á miðri götunni.. Það er nú margt vittlausara.. getum kanski selt pylsur öðru megin og vöfflur hinu megin.Smile

Unglingurinn hún Anna María var að klára prófin í dag... gekk svona ægilega vel í samræmduprófunum "heldur" hún.. allavega náði hún báðum áföngunum í verkmenntaskólanum sem hún tók í vali í ensku og stærðfræði W00t  hún er skörp þessi elska eins og mamma sín.Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja...  það á ekki af ykkur að ganga, ætlaðir þú ekki að flytja inn í haust ? :)

kv. gamla

Gamla (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband