10.5.2007 | 14:38
Bláar silfurskottur
Ég fór í Byko í gær að fá lánaða teppahreinsivél.. alveg merkilegt að horfa á þessa svakalegu byggingu á besta stað í bænum, þar sem er verið að hrúga niður iðnaðarhúsum .. ægilega smekkleg aðkoma í bæinn eða hitt þó heldur... "og ég sem hef talað svo illa um innkomuna á Reyðarfjörð" jæja það er nú Allt önnur saga.. ég allavega keyri inná planið og þar eru heilir tveir bílar á stæðum viðskptavina.. þannig að það var eins og vanalega ekki margt um manninn.. nú svo labba ég inn um ytri-dyrnar og sé í gegnum glerið að það er allt krökt af Bláum skirtum "starfsfólki" um allt .. svo kem ég í geislan á innri-hurðinni og þá er bara eins og ég hafi kveikt á 400w peru því Bláu skirturnar bara tvístrast um allt smá stund og svo bara sé ég ekki eina einustu þegar ég hafði blikkað augunum!!! ja hérna hvert hurfu allir hugsaði ég!!! lít ég eitthvað illa út í dag eða hvað er málið?? nú ég byrja að ganga um rólega og kíkja fyrir horn en sé bara ekki nokkurn mann annan en unga stúlku sem sat við kassann með fætur uppá borði að naga neglur og lesa glansmyndablað.. ég labba mér til hennar og spyr hvar leigudeildin sé.. hún lítur upp og horfir á mig eins og hún hafi bara ekki átt von á nokkrum manni og hvað þá að það yrði yrt á hana.. hún á einhverri mjög bjagaðri "ungl-ísku" vísaði mér veginn. Ég labba eftir ganginum og sé útundan mér Blá skirtu og sný mér við en þá hverfur hún jafn snögglega. Stúlka sat í símanum í leigunni að tala við líklega vinkonu sína um hvað það hefði verið svakalega gaman um helgina.. og á hana hlustaði ég dágóða stund komin með á hreint hver fór með hverjum og hver drakk mest...meðan hún kláraði þetta mikilvæga samtal skimaði ég í kringum mig og bakvið annað borð sá ég tvö augu gæjast upp og ég bauð "góðan daginn" en það var eins og ég hefði komið að honum vera að skoða 18+ síðu því hann leit flóttalega undan og sagði ekki orð!!! nú vinakonan hætti í símanum og ég fekk þá snögga og góða afgreiðslu. var ægilega glöð að keyra AF planinu með vélina. Heim fór ég og svitnaði með bros á vör við að hreinsa teppið með þessari líka vita handónýtu vél.. en leið nú samt mun betur eftir að hafa tekið á því í þrifunum. ekki segja neinum en, "ég sakna skúringanna"
Gluggar og Hurðir.
í morgun var farið að skoða tilboð hjá Berki á glugga og hurðir.. Ingimar spurði hvað við værum að hugsa með öllum þessum hurðum?? veit ekki hvað hann meinar..8 er nú ekki svo mikið!! hefði viljað hafa mikið fleiri hurðir!! nú en allavega þetta tilboð kom mér verulega á óvart.. labbaði út ALSÆL. þannig að þá er það nánast áhveðið..bíðum samt eftir að fá fleiri tilboð til samanburðar.. "Harrý og Heimir" smiðirnir mínir sjá svo um að glerja dæmið og við um að líma pósta og þessháttar dund sjálf.
ég fór aðeins yfir á lóðina.. sá að Harrý og Heimir voru búnir að merkja allt aftur fyrir mulningsmanninn en hann hafði ekki komið ennþá.. vonandi byrjar hann nú í kvöld. kíkti smá inn í nágrannahús í spjall við Helgu og Höllu sem láu greyjin í flensu.. borða meira grænmeti stelpur!!!
í hádeginu fór ég svo út að borða með Sigrúnu.. hún er útsprungin á höndum eftir að hafa labbað í flest hús bæjarins með rauða rós.. Almáttugur það sem þessir pólitíkusar leggja á sig.. ekki furða að landinu sé svona vel stjórnað... það var allt troðið á Bautanum og helmingurinn af fólkinu var með barmmerki.."mjög smart að sjá fína jakkafataklædda menn með STÓRT plastmerki í dýru fötunum" guði sé lof að þessar kosningar eru svona sjaldan.. Það var mikið spjallað að vanda en ekkert af því er prennthæft
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.