Framtíðar-heimilið

Já eins skrítið og að er þá er mjög margt sem kom mér á óvart þegar ég er að byrja að huga að nýbyggingu... maður hélt nú að þetta væri ekki mikið mál... búin að gera upp nokkur hús og ekki talið það eftir mér að taka á honum stóra mínum, með kúbein sleggju og alls lags tólum og tækjum.. en NEI það virkar ekki alveg þannig í nýbyggingum.. Það sem kemur mér mest á óvart er að það er hvergi hægt að nálgast neitt sem heitir WHAT TO DO NEXT listi... Væri algerlega nauðsýnlegt fyrir svona heimahangandi húsmæður eins og mig..Wink Allir telja mann auðvitað vera með það meðfætt að vita þetta allt samanWoundering stupid me.  En ég hef nú alltaf verið svona frekar seinheppin í lífinu.. líf mitt skiptst í tarnir ... og oftar en ekki er ég í törn..en með brosi á vör næ að takast á við flesta hluti og náð að gera grín að því og mér í leiðinni.. Og það er greinilegt að örlögin hafa ættlað mér að lenda í alls lags þúfum og smá hindrunu.. "verst að maður skuli ekki brenna spiki a þessum ferðalögum upp og niður" Whistling  en málið er kanski það að þetta eru ekki stórar hindranir því þær hafa ekki getað hægt á mer hingað til.  Allavega. hér kemur það sem komið er af þessu ferli mínu. vantar helling inní en svona það sem stendur uppúr.

1. Lóðarkaupin. 

jújú var búin að sjá þessa lóð fyrir næstum tvemur árum síðan, og hafði heyrt svona smá pískur um að sá sem ætti hana væri að hugsa um að selja hana.. þannig að mín bara labbaði sér inn til Herra Lóðareigenda og gerði honum tilboð.. sem var að hans mati svo svívirðilega lágt að ég nánast flaug útúr búðinni hans með skófarið á botninum.. ÞAÐ MÁTTI REYNA. nú svo byrjuðu tölvupóstaskrif fram og til baka og þreks um verð og annað.. sem endaði með að við fengum loðina en í öllum bréfunum og þvælingnum fram og til baka tókst okkur að misskilja allt svona ægilega að fyrri eigandi taldi sig hafa rétt á að tæma lóðina af öllum trjám sem hann hafði plantað síðastliðin 5 ár og nótaben voru það tréin og öll sú vinna sem hann hafði lagt í þessa rækt sem var  rót þess háa verðs sem hann vildi.. en jújú. ég bara brosti og hélt að hann hefði ættlað að taka nokkur persónuleg tré sem skiljanlegt var.. en úr varð að örfá tré voru eftir í sitthvoru horni lóðarinnar..sem er nótaben næstum 3000fm og svo var bara eins og Magni moldvarpa hefði haldið partý, því það var varla blettur af lóðinni sem var heill.. bara hola við holu við holu við holu... jú nett fúl varð égSmile verð að viðurkenna það en það veðraðist fljótt af minni og ég fór bara að hlakka til vorsins að fara að plannta.  Lóðin var alla vega OKKAR í lok ágús 2006.

2. Húskostur. 

þá byrjuðu fyrst vangavelturnar... hvernig hús átti þetta að vera á þessari lóð.. á einni hæð? 2 hæðum? stakur bílskúr? samfastur bílskúr? ó mæ god.. ég get þetta ekki.. er ægilega hugmyndarík en greinilega verið uppi á tímum harðæris í fyrra lífi.. því það að vinna hlutina úr gömlu drasli er mér mun auðveldara.  ég fór á hreppsskrifstofurnar og fekk skilmálana um hver mörkin væru og byggingarreit og þessháttar.. Ég settist niður..og teiknaði og teiknaði og teiknaði og teiknaði.. uppúr krafsinu voru ca 250 hugmyndir af ca 250fm húsi.. ég fekk ráðleggingar frá hinum og þessum og allt varð til þess að eg teiknaði og teiknaði meira.. HVAÐ ER AÐ MÉR af hverju get ég ekki vitað hvað ég vil? allavega.. ég endaði í nánast fyrstu teikningunni minni sem er í svipuðum stíl og næstu hús nema stærra.  Ég var alsælSmile buin að teikna draumahúsið "sjálf".. að vísu allir veggir og borð í húsinu full af skissum úrklippum og pappír um allt og ekki verið eldaður almennilegur matur í margar vikur.. en ég var sæl.. það var fyrir mestu.

3. Byggingaraðilar. 

þá var komið að því að áhveða hvernig hús og hverjir ættu að byggja.  Ægilega margir höfðu auðvitað skoðun á því eins og öðru og það var sesti niður og skissa send í tilboð á marga marga staði...  erum ekki ennþá búin að fá svöf frá nokkrum.. núna nær ári síðanSmile jæja mér leist best á einingarhús frá svíþjóð .. og það byrjaði ferli með að senda skissur út og fá til baka þeirrar skissur miðað við þeirra staðla og þess háttar.. allt tók þetta svakalega langan tíma og þar sem milliliðir eru hér, við þá úti var oft sem þetta bara hreinlega var ekki að skila sér eins og ég hafði hugsað og því endalausar breytingar fram og til baka.. úff.. ég var að verða galin.. nánast komin að því að stökkva uppí flugvél og fara og feisa þennan svía til að við myndum fatta hvort annað.. en svo kom þetta nú loks og þá átti að koma endalegt verð í höllina og viti menn.. það hafði hækkað um 5 millur og afhendingartími orðinn mun seinni en til stóð.. úff ég varð fúl... hundfúl..og við búinað borga staðfestingargjald.  þetta ásamt því að húsið sem við seldum í Mosó var komið lögfræðinga varð til þess að við áhváðum að hætta við þetta. taka okkur smá pásu og sjá hvað myndi gerast.  í  mars áháðum við að byrja aftur og fara gömlu leiðina og gera þetta bara sjálf.. eða þannig... töluðum við arkitekt og hann gerði bygginganefndarteikningar fyrir okkur á nokkrum dögum, talaði íslensku og skildi mig fullkomlega.. hvað er hægt að hugsa sér betra Smile og allt fór á fullt aftur.  Við þurftum að fá  byggingarsjóra - rafvirkja -málara- pípara - múrara og smið til að skrifa uppá verkið fyrir okkur.. þetta gekk eins og í sögu með hjálp góðra vina.  Pabbi var settur í að teikna rafmagnið á tveimur dögum.. og þar sem ég var nú búin að setja allt húsið upp í 3víddar myndir hvar ég vildi hafa alla rofa og tengla gekk það eins og í sögu að ruppa þessu af. svo var talað við Sollu frænku og hún fengin til að setja þetta inní tölvutækt form.. það er gott að eiga góða aðSmile

Lóðarvinna.

þá var komið að því að láta staðsetja húsið.. neinei þá voru ekki til hæðarmælingar af þessari lóð, því þetta er eignarlóð, og ég talaði við byggingarfulltrúa sem vísaði mér á mælingarmann sem kom svo á daginn að átti ekki tæki til að gera þetta þannig að ég varð að tala við verkfræðistofu norðurland til að fara að mæla út lóðina og staðsetja húsið. það varð til þess að honum þótti að við ættum að færa húsið aðeins sunnar vegna halla og eftir að hafa hoppað á Sigga og snúið uppá hendur og háls  á honum þá sættist hann á 5 metra færslu... hann er fastari fyrir en KLETTUR...

JÁ OG TALANDI Um KLETT. 

hehe við fengum tilboð í jarðvegsskipti og tókum tilboð frá nágrannabónda sem sagði þetta nú ekki mikið mál... minn maður mætti á staðinn 2 mai með allt sitt dót.. tvær gröfur og nokkra traktóra og vörubíl.. en viti menn .. hann bara kom niður á klett... og það var sama hvert hann setti niður skóflu ....KLETTUR var það.. Jésús minn og ég sem er svo hrifin af ÁLFUM en afhverju þurftu þeir nú að vera með þorp undir minni lóð..??? Þessi dagur var ekki minn besti dagur.. ég hafði farið um morguninn í bæinn til að fara með Guffa minn í klippingu og á meðan ég beið ættlaði ég að kíkja á tengdó.. sem þá lá nú bara nær meðvitundarlaus í rúminu þegar ég kom.. þannig allt var sett á fullt að fá lækni og kalla á sjúkrabíl og allt það dæmi og ég á eftir niður á slisó.. þá hringdi nú blessuð hundaklippikonan og sagðist bara vera búin að gefast upp á aumingja hundinum..hann bara væri algerlega galin við hana.!!.. spurði hvort ég gæti komið og sótt hann?..jújú ég varð að gera það og hentist af bráðamóttökunni að ná í hann blessaðan.. en hún vildi þá prufa að klippa hann á meðan ég héldi honum.. upp hófust mikil slagsmál og hár og tár út um allt.. ég í þessari fínu svörtu peysu var orðin eins og vel loðið holdanaut. ..fór út með hálfklipptan hundSmile og niður á slisó á ný svona líka fín...og byrjaði að aðstoða hjúkkuna að setja tengdó í röntgen og þessháttar aðstoð á illamönnuðu vaktinni. ... rétt í því hringir Siggi algerlega í öngum sínum yfir Álfaborginni og ég bara verði að fara strax yfir á lóð og hitta gröfukallinn.. nú jú ég auðvitað gerði það þar sem siggi var staddur á austurlandi fjær.. og af stað loðin eins og holdanaut fór ég og mætti fyrir ungum gröfudreng sem var í þvílíka lostinu yfir þessu og tjáði mér að honum bara svimaði sú upphæð sem ég ætti fyrir höndum að láta brjóta klettana.. 3-4 millur áætlaði hann.. Ó MÆ GOD hugsaði ég en var nú meira umhugað um að hughreysta gröfudrenginn sem æddi um alla moldarbingana og ég á eftir og skildi hvorki upp né ´niður í því sem hann talaði um.. fleiga og tæki sem er bara eins og latneska fyrir mér..hann sagði að byggingarfulltrúi hefði komið og smiðirnir og einhverjir fleiri og allir væru ægilega svartsýnir..NÚJÁ  mér fannst ég auðvitað verða að vera sammála honum í þessu þó ég gerði mér enga grein fyrir hvað var hvað og í huganum hugsaði ég.. Bíddu ég lá hér í gær á teppi með nesti og við vorum svo hamingjusöm með lóðina og ægilega heppinn... en nú allt í einu stendur þessi myndarlegi ungi gröfustrákur og segir mér að ég sé bara ótrúlega óheppin og hann hafi nú bara ekki búist við þessu...  nú ég talaði við hann rólega bara og sagði honum að við skildum nú bara róa okkur og hugsa þetta aðeins í nótt og ég myndi tala við hann aftur á morgun.. og aftur fór ég á sjúkrahúsið.. munið loðin sem holdanaut  og nú með mold upp að nárum og hausinn snérist og snérist og vissi ekkert hvert hann ætti að snúast eða hvernig hann ætti að hætta að snúast.... guð minn góður.. hver sagði að það væri auðvelt að vera heimavinnandi skólastelpa???  ég kom í andyrið á slisó og konan brosti og sagðist koma að opna fyrir mér..ég sagði að ég væri orðin svolítið skítug hvort ég gæti fengið einhverjar hlífar.. ertu nokkuð svo skítug sagði konan og leit yfir borðið og fölnaði.. JAHÉRNA hvar fannstu alla þessa mold kona?? nú þetta endaði með því að inn kom ég til tengdamömmu á ný í hvítum sláturhússtígvélum og með eins svuntu og ég var vön að nota í sláturtíð með ömmu.. MJÖG SMART.. það var kanski eins gott að tengdamamma var alveg úti á þessari stundu.  og þarna sat ég svona fín fram að miðnætti með áhyggur af tengdó og álfaborginni.. í símanum til skiptis við alla þessa kalla og sigga, börnin og mömmu því hún var líka á sjúkrahúsi..Juminn eini...  en eins og svo oft þá er nú alltaf bjartara næsta dag, og daginn eftir vaknaði tengdamamma aftur og er fín í dagSmile

næstu dagar fóru í það að tala við menn og aðra og fá ráð um hvað væri best.. ég fór í að ræða við verkfræðinginn og fá tölur hversu mikið væri möguleiki að hækka húsið upp.. og svo fór ég til byggingafulltrúans til að ath hvort það mætti kanski færa húsið aðeins fram fyrir byggingarreit...  hann vísaði mér á hreppsstjóran og hann sagði mér að það þyrfti þá að setja þetta í grendarkynningu og það myndi taka einhverja daga.. hann bauðst nú til að redda því og það yrði til eftir helgi..   Siggi ræddi við einhvern mann í vegagerðinni og hann fann einhvern mann sem ættlar að byrja að fleiga næstu kvöld!! hvaða kvöld er ekki vitað.. 

Nú ég ræddi við Maríu systur aðeins í gær og hún spurði mig hvort ég væri búin að fá leyfi hjá álfunum að byrja að brjóta!!! ég hafði alveg gleymt því þannig að í dag fór ég á lóðina og svona bara mig auman fyrir þeim..ehe  fann nú ekki að það væru nein mótmæliSmile en er viss um að ég og þeir eigum eftir að hafa það gott í sambúðinni.  Gat nú ekki annað en glott þegar ég var að hugsa um álfana.. því síðustu mánaðarmót var ég í heimsókn hjá Maríu ömmu og hún fór að tala um að nú færu álfarnir að vakna til lífsins með vorinu og álfakonungurinn yrði nú kátur.  ÞAÐ SKULUM VIÐ RÉTT VONASmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ systir og til hamingju með bloggið.

Maður þarf nú heldur betur að vera klár í stæ.  til að geta sent þér athugasemd.  Ég er nú heppinn að vera stúdent í því fægi og náði öllu með láði.  En mér var hugsað til reiknivélarinnar þegar ég sá að maður ætti að fara að summa saman tölur til að geta haft aðgang af herlegheitunum.

En hvernig fór eiginlega með hann Guffa minn, er hann bara hálfklipptur.  Er hann klipptur að framan, aftan eða önnur hliðin

 Kveðja litla systir á melnum á Reyðarfirði

m.sif (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband