Nálgast Jól.

já ég veit að sumir halda að ég hafi bara hreinlega flækt mig í plastinu sem ég tók utan af gluggunum og nú sé ég öll.. en neinei.. langt frá því.  Ritgleðin bara hreinlega fór í frí.  Það er ægilega margt eðlilega búið að gerast síðan síðast,

img_2515_747254.jpgimg_2529.jpgimg_2538.jpgOktóber.  settum í loftið hjá Önnu.  ég fór til Baltimore til Rutar í árlega Ameríkuferð með Öldu vinkonu.  Þetta var svakalega skemmtileg ferð en ekki neitt svakalega mikið verslað sökum ástands dollarans.. en jú aðeins því ekki getur maður svo sem gengið framhjá öllum þessum vinum sínum án þess að reka inn nefið.  Við fórum líka til Philadelfíu og það var mikið upplifelsi þar sem þetta rétt fyrir kosningar og Obama var greinilega alsráðandi í borg svartra og samkynhneigðra.Shocking  Svo gerðist líka eitt mjög merkilegt í Philadelfíu... ég sá held ég "manninn sem seldi sportbílinn" á gangi um göturnar í kufli og alles.. það er orka sem ég mun seint gleyma.Við vorum þarna líka yfir halloween og var mikið upplifelsi að fá að fara hús úr húsi og fá nammi í fötu.  Einnig vorum við dagpart á Heilunarsetri þar sem Rut er að læra heilun og fékk nú mín að spreyta sig örlítið með norðlensku orkuna.  Agalega gaman og gríðarlega flott kapella sem er heilað í.  Sebastían stóð sig sem hetja að druslast með okkur kellingunum dag eftir dag.  Á leiðinni heim var nú búið að breyta öllu alstaðar og einhverra hluta vegna.. hef ég ALDREI borgað yfirvigt fyrr en nú(og ég sem verslaði akkúrat næstum ekkert) en já ég þurfti að borga bæði úti og hér heima fyrir töskurnar.  Þannig að þar var nú allur gróði farinn af tilboðsvörunum sem ég keypti. ARG  en þessi glaðlega kona í afgreiðslunni úti er örugglega enn að grobba sig af þessu við lærlinginn þegar hún náði að nappa íslendinginn með málbandi á töskunni og með því að tilla tánni á vogina með töskunni. Police

Guð minn góður verð að segja ykkur frá deginum áður en ég fór út.  það var dagurinn sem ég var að eltast við að fá dollara um alla borg og redda nammi í óléttu konuna í Ameríku.  Ég var semsagt í hagkaup í skeifunni þegar ég þurfti nauðsýnlega að pissa.  Ég fór í anddyrið og þá var læst þannig að ég beið eftir að það losnaði og smeygði mér svo innfyrir.  þegar ég var ný sest hringdi síminn og ég hafði sett úlpuna á gólfið fyrir framan mig og fór að teygja mig í hana þannig að ég var svona á fjórum fótum á gólfinu fyrir framan klósettið,  nú ég veit ekki fyrr en allt í einu opnast hurðin og inn stígur kona með 3 börn grípur andan á lofti en reynir að segja eitthvað en eina sem hún gerði var að halda uppi stórum lykli... og tuða "ég fekk hann í afgreiðslunni" þarna var ég með beran bossann og síma í hendinni á fjórum fótum!!! og ég byrja að hlægja og ég hlæ og hlæ og konan ýtir börnunum rólega út og afsakar sig enn á ný.  Nú ég fer svo út eftir að heyra skammir frá sjoppustráknum um að ég hafi átt að fá lykil í afgreiðslunni!! og í bankann fer ég og stend þar í gjaldeyrisröð þegar barn fyrir aftan mig segir " mamma, þetta er klósettkonan" Ég sný mér við og þá stendur konan með börnin sín 3 í röðinni og byrjar enn á ný að afsaka sig.  Held ég fari aldrei framar í spreng í búð það er á hreinu.

Nóvember.  Nú kom ekki heim fyrr en 5 og fór daginn eftir í Staðarskála að vinna með Ingu. Já Heilsukjarninn er nú aldeilis að slá um sig ha!!  Það var bara nokkuð góður mánuður í vinnunni og nóg að gera.  Hugmyndirnar eru að flæða hjá okkur stöllum og erum byrjaðar að hafa Indjánakvöld í Gufunni uppi hjá okkur.  Þetta eru sannkölluð slökunarkvöld og eru að slá hreinlega í gegn.  Þar notum við t.d. ilmkjarnaolíur.. sölt..hunang..seiði, ávexti og te. ásamt því að nudda og heila og skrúbba og söngla. Að vísu spyr Siggi hvað varð um það að ég ætlaði bara að vinna á meðan strákarnir væru í skólanum.. en svona er þetta.. þegar er gaman er bara svo gaman

Desember.  Anna bara fékk ökuskírteini...jú barnið er farið að keyra um göturnar ÁN mín.  Hún tók verklega prófið í brjáluðu veðri og mér til mikillar furðu náði hún því skömmin.  ég verð líklega að éta það ofaní mig um getu hennar til aksturs. 

 


Tiltekt!!

Þar sem Siggi fór vestur í gær áhvað ég að setja í gamla túrbógírinn í gærkvöldi og hendast í að laga til og undirbúa húsið fyrir jólaskraut.  Ég byrjaði á því að fara inn á stórabað.. þar bakvið hurð voru 7 kassar af drasli sem ekki er hægt að henda og ég áhvað nú samt að fara í það að sortera þetta betur og henda smá úr þessu... áður en ég myndi ferja þetta uppá loft í nýju geimsluna.  Ég oppnaði einn kassa og þar voru gamlar myndir... sem ég að sjálfögðu datt smá í og áhvað að það væri nú gamana ð hafa þær svona aðeins meira uppivið þannig að ég labbaði með þær inní eldhús í skápinn þar en þá sá ég að Bjarki hafði verið að  borða og ekki gengið frá eftir sig þannig að ég fór í að laga það til og þá var þar geisladiskur sem átti að fara inní stofu þannig að þá fór ég með hann þangað og þá mundi ég að ég hefði ætlað að tæma hilluna þar og henda henni þannig að ég fór í að færa úr henni bækur og setja listabækurnar allar undir í sjónvarpsskápinn en þar voru fullt af húsbúnaðarblöðum sem ég þurfti að fara í gegnum og henda úr og þá fann ég blaðsíður sem ég hafði rifið úr og gert kross við hvað væri sniðugt þegar ég var að byggja og teikna húsið og datt í að skoða hversu sniðugt það væri hvernig þessar hugmyndir hefðu þróast í það sem það er í dag... nú þá hringdi síminn  og ég hljop fram í eldhús, þetta var Alfa að segja að hún væri að koma í heimsókn. Á meðan ég stóð og talaði við hana sá ég að það var svo kámugur glugginn í eldhúsinu þannig að ég fór í það að pússa hann og þegar ég var að skila þvottadæminu sá ég að þvottavélin var búin og tók því úr henni og setti í þurrkarann sem var fullur og setti því hreina dótið á eldhúsbekkinn og braut saman okkar Sigga föt. þegar ég fór inní fataherbergið mitt með þvottinn sá ég töskuna með jólagjöfunum sem ég hafði keypt úti og áhvað að ég ætti kanski að pakka inn gjöfunum hans Sigga þar sem hann væri ekki heima og fór með það fram í eldhús.  Nú þegar Alfa svo kom stuttu síðar var ekki eitt herbergi í húsinu í lagi fyrir utan strákaherbergið og viti menn að þegar ég settist í sófan í stofunni þá sá ég mæjonesdolluna sem ég var að ganga frá eftir Bjarka fyrr um kvöldið í hillunni sem var hálf tóm og allt dótið úr henni á gólfinu... ég hreinlega skil ekki hvernig ég fór að þessu!! þegar ég fór að sofa var ALLT á hvolfi ekki eitt jólaskraut komið upp og ekkert hreint nema glugginn í eldhúsinu.  Ætli ég þurfi að leita mér aðstoðar?

 


Plastið farið og ég sé út..hjúkk

Já ég gafst upp á að bíða eftir múrurunum... og reif plastið frá á föstudaginn.  Ég bara gat ekki búið lengur svona innilokuð... var að bilast að sjá ekki út nema fara fram í bílskúr og opna dyr til að sjá hvernig veður væri.  Enda held ég að úr þessu sé nú bara best að klára þetta múrverk í sumar miðað við tíð sem er hér nú.  Fallegt verður en ægilega kalt.

Við byrjuðum í gær að setja í loftið hjá Bjarka en þá fannst okkur við þurfa að klára að búa til geymslu undir súðinni uppi fyrst þannig að gærdagurinn fór í það að smíða grind fyrir vegg uppi og sníða spón og gifs.  Ég lagði líka rafmagn inní þetta ... get ekki beðið eftir að eignast barnabörn sem geta leikið sér þarna í framtíðinniWink   tvær hurðir á þessu þannig að það er hægt að skríða í gegn.  Sebastían fær að vígja þetta um áramóti.  Annars er nú meiningin að geyma jólaskraut og þessháttar dót þarna uppi.  

 


BYKO KEMUR BYKO FER..BYKO KEMUR BYKO FER..BYKO KEMUR BYKO FER..BYKO KEMUR BYKO FER...

Já það er búið að ganga smá á hér með BYKO bílinn... hann er farinn að koma hér uppí tvisvar á dag með sömu vöruna og fara með hana aftur og koma með hana aftur og fara með hana aftur og ....svei mér þá þetta bara er ekkert grín... en þannig standa nú málin að ég fór um daginn og valdi mér efni í loftið... var ekkert svo flókið en samt smá að velja þetta vesen... en allavega ég komst að samkomulagi við mig hvað ég vildi og það var pantað eftir að ég samdi vel við Hauk í timbrinu... nú það var til smá á lagernum þannig að því var skutlað heim svo hægt væri að byrja á loftinu í hjónó... þar sem ég var búin að leggja allt rafmagn þar og setja ull í loftið og plast og mála allt fínt... og svo var haldið inní Önnu herbergi með stillasan og byrjað að föndra... svo kom nú restin af efninu sem var pantað og við héldum áfram ... þar til að við vorum að festa upp fyrstu spýtuna úr nýja búntinu... þá bara var það ekki eins efni... þannig að við máttum hætta hjá Önnu þegar rúmur metir var eftir af loftinu og bíða til mánudags með að fá þessu breytt... og þeir komu að sækja efnið og með nýtt... og báru það inn... þegar við svo rekum augun í það að þeir eru að bera inn nákvæmlega sama efnið og þeir komu með fyrir helgina og þurftu því að bera það útí bíl á ný... díses..og var ég að vera Ögn pirruð...  klukkan var auðvitað orðin það margt að ekkert var hægt að gera meira þann daginn þannig að ég heyrði svo í Hauk deginum eftir með þær fréttir að það væri hætt að framleiða efnið sem ég hefði byrjað á... og væri bara ekkert hægt að gera í þessu.. nú þar sem þetta var nú hann var ég bara ægilega spök og við sættumst á að hann myndi fara á fullt að finna efni til að við gætum klárað Önnuherbergi og svo myndi ég bara nota þetta ýja efni á restina...Undecided ögn fúl en jæja svona er þetta bara. 

það er líka búið að múra húsið að utan en á eftir að fínpússa það... þannig að núna er það búið að standa með plasti fyrir öllum gluggum í vikur og bíða eftir múrurunum á ný..  ef ég heyri ekki frá þeim fljótlega fer ég að rífa plastið frá og við gerum þetta bara næsta sumar... því ekki er nú gáfulegt að gera þetta í frosti ha!  Annars var ansi skondið hér eina helgina.. því að á laugardeginum vorum við með svartfugl í matinn sem Heimir smiður hafði gefið mér... og á sunnudeginum vorum við með reyktan lax á brauði sem Úlli múrari hafði gefið mér..hehe.. ég er að spá í að fara að tala við píparana og ath hvað þeir geta gefið mér að borða líka... já maður getur ekki kvartað yfir þessum ágætis iðnaðarmönnum sínu... það eitt er víst.


æfingaaksturinn kominn í góðan farveg.

jújú... mín er komin með lausn á þessu héraðs-vandamáli og nú getur ungviðið bara verið úti að æfa sig í rólegheitum og ég alveg slök hér inni á meðan Wink img_4339.jpgimg_4342.jpg

Þökulagningin

það gekk nú ekki alveg átakalaust að koma þessum þökum á..  Siggi beið seinnipartinn af sumarfríinu sínu eftir því að það kæmi maður að fínjafna lóðina og setja þökurnar á.. en allt kom fyrir ekki.. loks komu þeir svo en hurfu eftir tvö kíkk í verkið...svo var reynt að fá annan í verkið en allir hafa svo mikið að gera að það gekk ekki heldur upp.. Þar til hann Bragi vinur minn kom og reddaði bara málunum fyrir okkur.. og var ekki lengi að því..enda með þennan fína pólverja hana Erlu mína með sér.  Þau gistu hér í "innilegu" semsagt í fellihýsinu sínu í inní bílskúr... Við náðum að hespa þessu af á mettíma og þau misstu þar af leiðindi af bæði Handverkssýningunni og fiskideginum mikla...  Ég lofa að fara bara með þeim næst á bæði.  María systir og Ásan mín komu líka þessa helgi en því miður sá ég þær nú lítið þar sem lóðin átti hug okkar allan... enda greinilegt að ef maður nær á gröfumanni er eins gott að sleppa honum hvergi fyrr en verkið er búið.  Við fórum upp á lágheiði í útilegu til að halda uppá lóðarlok og skemmtum okkur dásamlega í gönguferðum, berjamó, krossara rallýi og ýmsum ævintýrum.  Ég var nú ekki leiðinlegri en það að Erla og rassálfarnir hennar tveir ákváðu að vera eftir í viku í viðbót hjá okkur... Siggi fór í vinnuferð útá land og Bragi suður að vinna... Við fíluðum okkur þvílíkt vel Klesspíurnar á meðan með barnaskarann.erla_polverji.jpgfe_gar.jpgreynir_grofudrengur.jpgbragi_a_grofunni.jpgtrollin_og_erla.jpgrullurnar.jpginnilegan.jpgthokur.jpgfinn_pallurinn.jpgslattur.jpg

 kross.jpgsandra_og_brynhidur_a_spila_vi_bjarka.jpgutilegufolk_668978.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Múrsvínin komin

ulli.jpglans-murarar.jpgviddi1.jpgÓ já nú eru múrsvínin mín komin hér í rigningu og fínheitum.  Það er verið að setja kanta á öll horn og svona fínesering undir alla glugga og hurðir... svo segjat þeir koma aldeilis fljótlega að sprauta húsið að utan með múr. Smile  Verður kella nokkuð glöð að losna við froðuplastlúkkið á húsinu.. ekki það að það er ótrúlegt hvað maður aðlagast þessu öllu saman. 

afmaelisbarnid.jpgSiggi litli átti afmæli í gær og var staddur á Höfn í Hornafirði í vinnuferð.  Börnin voru sorgmædd fyrir hans hönd að hann væri ekki heima hjá þeim á þessum merka degi og Elvar skilur ekki að yfirmenn sendi menn í vikuferð í kringum afmælið.Smile  En hann var með Valda og þeir fóru eitthvað voða fínt út að borða strákarnir í tilefni dagsins.  Afmælisgjöfin verður komin inná gólf á föstudaginn þegar hann kemur og "við höldum bara smá veislu alla helgina í staðin" Segir Bjarki.

anna_668349.jpgAnna er flutt um herbergi... LOKSINS..  hún var í hurðarlausu herbergi innaf stofunni og það var svona ekki alveg hreinasti partur hússins ef svo má segja að sjá inn til hennar... og þegar hún kom heim eftir Boltimore veruna þá bara gáfust allir uppá þessu og hún var töluð inná að skipta við Elvar..  Ekki að spyrja að því að nú er eins og útstilling frá Ikea að horfa þarna inn því hann blessaður er ótrúlegt snyrtimenni... (hefur það ekki frá mórður sinni er mér sagt) Siggi og Amma Bogga eiga líklega heiðurinn af þeim genum.  Nú en hvað um það...Anna er semsagt byrjuð að undirbúa málingu á einum veggnum í herberginu sínu og byrjaði á þvi síðastliðinn föstudag... það er búið að búa til ótrúlegustu listaverkin með límböndum á veggina og hún situr heilu tímana og veltir þessum vegg fyrir sér.. ég skil þetta ekki alveg því minn stíll er svona aðeins öðruvísi... ég ákveð að mála og geri það þá STRAX.. algert aukaatriði að undirbúa það á neinn hátt... maður bara opnar dolluna og hendir þessu á vegginn Woundering  Það er ósjaldan rifjað upp þegar ég málaði eldhúsinnréttinguna í Oddeyrargötu... og nennti ekki að taka allt úr skápunum og það voru allir pakkar með vínrauðri rönd í marga mánuði á eftir.  En ég vona nú að hún fari að spýta í lófana því núna kemst maður varla þarna inn fyrir kösturum og stillösum og drasli.


Unnið verk þá hafið er.

hér koma nokkrar myndir frá framhvæmdum sumarsins.veggur_665789.jpgdenni_-_heimir_og_bui.jpgsissi_og_guffi.jpgveggurinn_mikli.jpgveggur_2.jpgveggur_3.jpgveggur_4.jpgveggur_5.jpg

 grafan_komin.jpggrafa_2.jpglogfobg.jpgbeltagrofu_hundur.jpgguffi_i_skoflu.jpgkloppin_i_thvotti.jpgdrenlogn_uti_gotu.jpgutliljos_i_vegg.jpguppfylling.jpguppfylling_2.jpg


Klukk

Halla skorar á mig í klukk... hef nú hingað til gengt henni í einu og öllu Smile

 Fjögur störf sem ég hef unnið um æfina....

Iss  hef unnið á svo mörgum stöðum og get ekkert gert uppá milli þeirra sko...Dagmamma - Sjoppustelpa í Gellunesti og Staðarskála- Frystihúsið í Hrísey -Skammtímavistun fatlaðra - Dvalarheimilið Hlíð - Hreinum Línum - nú og sveitastelpa hjá Höllu Smile

Fjórar bíómyndir.......

Mamma mía - titanic - Með allt á hreinu - Stella í Orlofi

 Fjórir staðir sem ég hef búið á.....

 Akureyri - Svíþjoð - Mosfellsbær - Eyjafjarðarsveit

Fjórir  sjónvarpsþættir sem ég horfi á......

díses.. nenni ekki að byrja á þáttum.. gleymi alltaf að horfa næst.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum...

Florida - Boltimore - Tenerife - Lansarote

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

mbl - spjallvef hómópata - mininova - og síðu sebastíans í Bolt.

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna.......

hmm..  Komum eitthvað - förum eitthvað - gerum eitthvað.  í dag er ég bara orðin svo SVAKALEGA heimakær að mig langar bara ekki að vera neinstaðar annarstaðar

Fjórir bloggarar sem ég klukka.....

Alfa - Stína Jó - Signý -


Hver fann upp æfingaakstur með foreldrum????

anna_a_grofunni.jpgÉg er eiginlega sannfærð um að það er sami maður sem fann upp blóðþrýstingslyfin og æfingaakstur fyrir 16 ára unglinga...hann hefur líka örugglega aldrei átt ungling sem er að læra á bíl.. þetta er hreint ekki bjóðandi venjulegum mæðrum!!  ég kvíði því allan daginn að barnið ljúki skóla eða sé heima þegar það þarf að skreppa í búð eða aðrar erindagjarðir.   Fyrir utan það þá er unglingurinn nú svo spéhræddur að ef hún sér einhvern sem hún kannast við á ferli tekur hún snarpa beygju inná næsta plan eða í hvarf þar til viðkomandi er farin úr augnsýn...því að sjálfsögðu er ekkert smá hallærislegt að láta sjá sig í æfingarakstir með aldraða móður sér við hlið.. Maður situr eins og skjálfandi fugl sem horfir á hrafn sveima yfir hreiðri sínu..  þegar ótta steðjar að eða bíll nálgast okkar rek ég upp ósjálfráð öskur sem valda því að unglingurinn stígur á bremsuna og drepur á bílnum og upphefjast þá öskur til skiptis milli móður og barns.  Þetta endar ævinlega þannig að við komum heim frekar brúnaþungar og tölumst varla við það sem eftir lifir dagsins.  Þetta er Hörmung.  Sigurði tekst þetta nú mun betur og eru það bara bros og gleði sem skín úr andlitum þeirra eftir bíltúrana. Hann hefur þolinmæðina sem ég hef ekki það er alveg deginum ljósara.  Gjörsalmega óþolandi ástand.anna_maria_og_siggi.jpg  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband