Nálgast Jól.

já ég veit að sumir halda að ég hafi bara hreinlega flækt mig í plastinu sem ég tók utan af gluggunum og nú sé ég öll.. en neinei.. langt frá því.  Ritgleðin bara hreinlega fór í frí.  Það er ægilega margt eðlilega búið að gerast síðan síðast,

img_2515_747254.jpgimg_2529.jpgimg_2538.jpgOktóber.  settum í loftið hjá Önnu.  ég fór til Baltimore til Rutar í árlega Ameríkuferð með Öldu vinkonu.  Þetta var svakalega skemmtileg ferð en ekki neitt svakalega mikið verslað sökum ástands dollarans.. en jú aðeins því ekki getur maður svo sem gengið framhjá öllum þessum vinum sínum án þess að reka inn nefið.  Við fórum líka til Philadelfíu og það var mikið upplifelsi þar sem þetta rétt fyrir kosningar og Obama var greinilega alsráðandi í borg svartra og samkynhneigðra.Shocking  Svo gerðist líka eitt mjög merkilegt í Philadelfíu... ég sá held ég "manninn sem seldi sportbílinn" á gangi um göturnar í kufli og alles.. það er orka sem ég mun seint gleyma.Við vorum þarna líka yfir halloween og var mikið upplifelsi að fá að fara hús úr húsi og fá nammi í fötu.  Einnig vorum við dagpart á Heilunarsetri þar sem Rut er að læra heilun og fékk nú mín að spreyta sig örlítið með norðlensku orkuna.  Agalega gaman og gríðarlega flott kapella sem er heilað í.  Sebastían stóð sig sem hetja að druslast með okkur kellingunum dag eftir dag.  Á leiðinni heim var nú búið að breyta öllu alstaðar og einhverra hluta vegna.. hef ég ALDREI borgað yfirvigt fyrr en nú(og ég sem verslaði akkúrat næstum ekkert) en já ég þurfti að borga bæði úti og hér heima fyrir töskurnar.  Þannig að þar var nú allur gróði farinn af tilboðsvörunum sem ég keypti. ARG  en þessi glaðlega kona í afgreiðslunni úti er örugglega enn að grobba sig af þessu við lærlinginn þegar hún náði að nappa íslendinginn með málbandi á töskunni og með því að tilla tánni á vogina með töskunni. Police

Guð minn góður verð að segja ykkur frá deginum áður en ég fór út.  það var dagurinn sem ég var að eltast við að fá dollara um alla borg og redda nammi í óléttu konuna í Ameríku.  Ég var semsagt í hagkaup í skeifunni þegar ég þurfti nauðsýnlega að pissa.  Ég fór í anddyrið og þá var læst þannig að ég beið eftir að það losnaði og smeygði mér svo innfyrir.  þegar ég var ný sest hringdi síminn og ég hafði sett úlpuna á gólfið fyrir framan mig og fór að teygja mig í hana þannig að ég var svona á fjórum fótum á gólfinu fyrir framan klósettið,  nú ég veit ekki fyrr en allt í einu opnast hurðin og inn stígur kona með 3 börn grípur andan á lofti en reynir að segja eitthvað en eina sem hún gerði var að halda uppi stórum lykli... og tuða "ég fekk hann í afgreiðslunni" þarna var ég með beran bossann og síma í hendinni á fjórum fótum!!! og ég byrja að hlægja og ég hlæ og hlæ og konan ýtir börnunum rólega út og afsakar sig enn á ný.  Nú ég fer svo út eftir að heyra skammir frá sjoppustráknum um að ég hafi átt að fá lykil í afgreiðslunni!! og í bankann fer ég og stend þar í gjaldeyrisröð þegar barn fyrir aftan mig segir " mamma, þetta er klósettkonan" Ég sný mér við og þá stendur konan með börnin sín 3 í röðinni og byrjar enn á ný að afsaka sig.  Held ég fari aldrei framar í spreng í búð það er á hreinu.

Nóvember.  Nú kom ekki heim fyrr en 5 og fór daginn eftir í Staðarskála að vinna með Ingu. Já Heilsukjarninn er nú aldeilis að slá um sig ha!!  Það var bara nokkuð góður mánuður í vinnunni og nóg að gera.  Hugmyndirnar eru að flæða hjá okkur stöllum og erum byrjaðar að hafa Indjánakvöld í Gufunni uppi hjá okkur.  Þetta eru sannkölluð slökunarkvöld og eru að slá hreinlega í gegn.  Þar notum við t.d. ilmkjarnaolíur.. sölt..hunang..seiði, ávexti og te. ásamt því að nudda og heila og skrúbba og söngla. Að vísu spyr Siggi hvað varð um það að ég ætlaði bara að vinna á meðan strákarnir væru í skólanum.. en svona er þetta.. þegar er gaman er bara svo gaman

Desember.  Anna bara fékk ökuskírteini...jú barnið er farið að keyra um göturnar ÁN mín.  Hún tók verklega prófið í brjáluðu veðri og mér til mikillar furðu náði hún því skömmin.  ég verð líklega að éta það ofaní mig um getu hennar til aksturs. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi klósett saga er alltaf jafn fyndin, ég svo gott sem bar barnið í flotta sófanum meðan ég las hana :)

rut (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:15

2 identicon

Þú átt eingra þér líka, systir góð

Kv. frá pestabælinu mikla

María Sif (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:01

3 identicon

þú ert ein stök, takk mín kæra

Ragna (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband